James Milner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Milner
2022-07-21 Fußball, Männer,Freundschaftsspiel, RB Leipzig - FC Liverpool 1DX 2223 by Stepro.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn James Philip Milner
Fæðingardagur 4. janúar 1986 (1986-01-04) (37 ára)
Fæðingarstaður    Leeds, England
Hæð 1,75 m
Leikstaða Miðjumaður, vængmaður, bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 7
Yngriflokkaferill
1996–2002 Leeds United
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2002–2004 Leeds United 48(5)
2003 Swindon Town (lán) 6 (2)
2004-2008 Newcastle United 94 (6)
2005-2006 Aston Villa (lán) 27 (1)
2008-2010 Aston Villa 73 (11)
2010-2015 Manchester City 147 (13)
2015-2023 Liverpool FC 182 (19)
Landsliðsferill
2009–2016 England 61 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært maí 2021.

James Philip Milner (f. 4. janúar 1986 í Leeds, Englandi) er enskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool FC. Milner er fjölhæfur og getur spilað margar stöður á vellinum.

Hann var alinn upp í Leeds United, spilaði með aðalliðinu og varð yngsti maður til að skora mark í ensku úrvalsdeildinni, 16 ára og 356 daga gamall. Hann hefur spilað með ýmsum liðum á Englandi og með Manchester City vann hann deildartitla 2011–12 og 2013–14 með liðinu ásamt deildarbikurum; 2010–11 FA Cup og 2013–14 League Cup. Frá 2015 hefur hann spilað með Liverpool og vann hann Meistaradeild Evrópu með félaginu árið 2019 og ensku deildina 2020.

Milner hætti með landsliðinu árið 2016 en hann spilaði 61 leik og skoraði 1 mark. Hann er 3. leikjahæsti leikmaður Ensku úrvalsdeildarinnar með yfir 600 leiki og sá 8. hæsti í stoðsendingum. Hann á flestar stoðsendingar í Meistaradeildinni á einu tímabili eða 9. Milner hefur spilað um 1.000 leiki á ferlinum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]