„Bosnía og Hersegóvína“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
Rubinbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: mi:Pōngia-Herekōmina
Lína 138: Lína 138:
[[lt:Bosnija ir Hercegovina]]
[[lt:Bosnija ir Hercegovina]]
[[lv:Bosnija un Hercegovina]]
[[lv:Bosnija un Hercegovina]]
[[mi:Pōngia-Herekōmina]]
[[mk:Босна и Херцеговина]]
[[mk:Босна и Херцеговина]]
[[ml:ബോസ്നിയ ഹെർസെഗോവിന]]
[[ml:ബോസ്നിയ ഹെർസെഗോവിന]]

Útgáfa síðunnar 13. maí 2010 kl. 22:17

Bosna i Hercegovina
Босна и Херцеговина
Bosnía og Hersegóvína
Fáni Bosníu og Hersegóvínu Skjaldarmerki Bosníu og Hersegóvínu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Intermeco
Staðsetning Bosníu og Hersegóvínu
Höfuðborg Sarajevó
Opinbert tungumál bosníska, króatíska, serbneska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi

Forseti1


 Forsætisráðherra
Ivo Miro Jović
Borislav Paravac
Sulejman Tihić
Adnan Terzic
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
124. sæti
51.129 km²
hverfandi
Mannfjöldi
 • Samtals (2005)
 • Þéttleiki byggðar
120. sæti
4.025.4762
79/km²
VLF (KMJ) áætl. 2004
 • Samtals 26.210 millj. dala (90. sæti)
 • Á mann 6.500 dalir (101. sæti)
Gjaldmiðill Skiptanlegt mark (BAM)
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .ba
Landsnúmer ++387

Bosnía og Hersegóvína, einnig ritað sem Bosnía-Hersegóvína (á heimamálum Bosna i Hercegovina/Босна и Херцеговина) er fjalllent land á vestanverðum Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Landið liggur að Króatíu í norðri og vestri og Serbíu í austri og Svartfjallalandi í suðri, auk þess liggur landið að Adríahafi á örstuttum kafla í suðvestri. Nafn landsins er samansett úr nöfnum héraðanna Bosníu og Hersegóvínu, sem mynda landið. Höfuðborg landsins heitir Sarajevó. Í landinu eru þrjú opinber tungumál: bosníska, króatíska og serbneska, sem öll eru slavnesk mál. Bosnía og Hersegóvína tilheyrði Júgóslavíu fram til 5. apríl 1992, þegar landið lýsti yfir sjálfstæði.

Stríðin á Balkansskaganum á tíunda áratug 20. aldar

Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar fylgdi blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi.

21. nóvember 1995 hittust forsetar Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu og Serbíu í Dayton, í Ohio í Bandaríkjunum og skrifuðu undir friðarsamning, sem átti að stöðva bardagana í Bosníu og Hersegóvínu í þrjú ár. Lokasamningurinn var undirritaður í París 14. desember 1995. Samningurinn var kallaður Dayton-samningurinn og með honum tókst að binda enda á blóðbaðið í Bosníu og Hersegóvínu. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar.

Snið:Tengill ÚG