Munur á milli breytinga „Barein“

Jump to navigation Jump to search
17 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''Barein''' er [[eyríki]] í [[Persaflói|Persaflóa]] úti fyrir [[strönd]] [[Sádí-Arabía|Sádí-Arabíu]] í [[vestur|vestri]] og [[Katar]] í [[suðri]]. Barein er eyjaklasi þar sem stærsta eyjan, Barein, er 55 km löng og 18 km breið. Landið tengist Sádí-Arabíu með [[vegbrú]] og í bígerð er að byggja [[brú]] til Katar einnig.
 
Talið er að Barein hafi verið miðstöð [[Dilmun|Dilmunmenningarinnar]] í fornöld. Síðar varð það hluti af ríkjum [[Parþar|Parþa]] og [[Sassanídar|Sassanída]]. Landið var eitt það fyrsta sem snerist til [[Islamabad|Íslam]] árið [[628]]. Eftir að hafa verið undir [[arabar|arabískum]] yfirráðum um langt skeið lögðu [[Portúgal|Portúgalir]] það undir sig árið [[1521]] en þeir voru reknir burt af [[Abbas mikli|Abbas mikla]] sem lagði landið undir veldi [[Safavídaríkið|Safavída]] árið [[1602]]. Árið [[1783]] lagði [[Bani Utbah]]<nowiki/>-ættbálkurinn eyjuna undir sig og síðan þá hefur [[Al Khalifa-fjölskyldan]] ríkt þar. Seint á [[19. öld]] varð landið [[Bretland|breskt]] verndarsvæði. Í kjölfar þess að Bretar drógu sig út úr heimshlutanum seint á [[1961-1970|7. áratug 20. aldar]] lýsti Barein yfir sjálfstæði árið [[1971]]. Landið var formlega lýst [[konungsríki]] árið [[2002]]. Frá [[2011]] hefur þar staðið uppreisn meirihluta [[sjíamúslimar|sjíamúslima]] gegn stjórninni.
 
Barein var fyrsta landið [[Arabia|Arabíumegin]] við Persaflóa þar sem [[Jarðolía|olíulindir]] uppgötvuðust árið [[1932]]. Frá síðari hluta 20. aldar hefur efnahagur landsins byggst á fleiri þáttum, einkum [[banki|banka-]] og [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]] en [[eldsneyti|eldsneytisútflutningur]] er enn helsti útflutningsvegur landsins og stendur undir 11% af [[Verg landsframleiðsla|vergri landsframleiðslu]]. Helstu vandamál landsins stafa af minnkandi olíu- og vatnsbirgðum og [[atvinnuleysi]] ungs fólks. [[Alþjóðabankinn]] skilgreinir Barein sem [[hátekjuland]].
43.786

breytingar

Leiðsagnarval