Fara í innihald

Kaupmannahöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Köben)
Kaupmannahöfn
København (danska)
Miðborg Kaupmannahafnar. Á myndinni sést Kristjánsborgarhöll.
Miðborg Kaupmannahafnar. Á myndinni sést Kristjánsborgarhöll.
Skjaldarmerki Kaupmannahafnar
Kaupmannahöfn er staðsett í Danmörku
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn
Staðsetning í Danmörku
Hnit: 55°40′34″N 12°34′06″A / 55.67611°N 12.56833°A / 55.67611; 12.56833
Land Danmörk
Stjórnsýslueining Höfuðborgarsvæði
Sveitarfélög
Flatarmál
 • Borg90,01 km2
 • Þéttbýli
525,50 km2
 • Stórborgarsvæði
3.371,80 km2
Mannfjöldi
 (1. júlí 2022)[3][4][5]
 • Borg660.842
 • Þéttleiki7.298/km2
 • Þéttbýli
1.366.301
 • Þéttleiki þéttbýlis2.560,54/km2
 • Stórborgarsvæði
2.135.634
 • Þéttleiki
stórborgarsvæðis
633,38/km2
TímabeltiUTC+01:00 (CET)
 • SumartímiUTC+02:00 (CEST)
Póstnúmer
1050–1778, 2100, 2150, 2200, 2300, 2400, 2450, 2500
Svæðisnúmer(+45) 3
Vefsíðainternational.kk.dk
Danska þingið hefur aðsetur sitt í Kristjánsborgarkastala í miðri Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn (danska: København) er höfuðborg Danmerkur. Kaupmannahöfn stendur við Eyrarsund á austurströnd Sjálands og er að hluta til á eyjunni Amager sem er austan við Sjáland. Kaupmannahöfn varð höfuðborg Danmerkur árið 1536.

Íslenska heitið á Kaupmannahöfn á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar borgin nefndist „Købmandshavn“ á dönsku. Nafnið hefur síðan einfaldast á máli Dana og orðið að København.

Bæði Íslendingar og Danir stytta heitið gjarnan í Köben (Køben) í daglegu máli, eða þá einfaldlega Höfn (Havn). Á íslensku hefur borgin einnig verið nefnd Kaupinhöfn eða Kaupinhafn. Lágþýska heitið „Kopenhagen“ hefur gengið inn í önnur mál, svo sem ensku (Copenhagen), frönsku (Copenhague) og ítölsku (Copenaghen).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Sveinn tjúguskegg er talinn hafa stofnað borgina um árið 1000 eða hugsanlega sonur hans Knútur hinn ríki (Sveinsson), en fornleifar benda þó til þess að búið hafi verið þar sem borgin stendur nú fyrir um 5000 til 6000 árum. Fyrst er minnst á borgina árið 1043, en Kaupmannahöfn fékk nafn sitt „Købmandshavn“ um 1200. Absalon erkibiskup byggði virki á eyjunni Slotsholmen árið 1167 þar sem Kristjánsborgarhöll stendur í dag. Með vexti Kaupmannahafnar urðu árásir á hana algengari. Hansakaupmenn réðust á borgina á 14. öld. Í kjölfar Kalmarsambandsins (1397–1523) var borgin höfuðborg Danmerkur. Kaupmannahafnarháskóli var stofnaður árið 1479 sem gerir hann að elsta háskóla Norðurlanda.

Kristján 4. Danakonungur lét byggja margar þekktar byggingar í borginni á 17. öld (Rósenborgarhöll og Sívalaturn t.d.). Tíð hans markaðist af miklum uppgangi og fjölgun í borginni.

Árið 1728 varð bruninn í Kaupmannahöfn og brann 28% Kaupmannahafnar.

Á síðari hluta 18. aldar naut Kaupmannahöfn hlutleysis Danmerkur þegar evrópsk stórveldi áttust við í styrjöldum. Hins vegar réðst Horatio Nelson flotaforingi fyrir hönd Breta árið 1801 á borgina (hluti af Napóleónsstyrjöldunum) og sökkt var skipum úr dansk-norska flotanum. Bretar réðust aftur á borgina árið 1807 í sama tilgangi og skutu meðal annars eldflaugum á hana.

Rafmagn kom árið 1892 og sporvagnar árið 1897. Um aldamótin voru íbúar orðnir 400.000 talsins og borgin þandist út til vesturs, ný hverfi eins og Nörrebro og Vesterbro urðu til.

Frá 9. apríl 1940 þar til 4. maí 1945 var borgin hertekin af Þjóðverjum.

Amagertorg er á Strikinu.

Árið 2023 bjuggu um 1.6 milljónir í Kaupmannahöfn en 2,1 milljón á stórborgarsvæðinu, þar af 810.000 (2022) í innstu borginni eða indre by. Flatarmál hennar er 400-455 km² og þéttleiki byggðar er 2.500-2.850/km².

Sveitarfélagið Kaupmannahöfn skiptist í tíu hluta (bydele): Indre By, Østerbro, Nørrebro, Vesterbro/Kongens Enghave, Valby, Vanløse, Brønshøj-Husum, Bispebjerg, Amager Øst og Amager Vest.

Hverfi Kaupmannahafnar eru meðal annars: Slotsholmen, Frederiksstaden, Islands Brygge, Holmen, Christianshavn, Carlsberg, Sluseholmen, Sydhavn, Amagerbro, Ørestad, Nordhavnen, Bellahøj, Brønshøj, Ryparken og Vigerslev.

Ennfremur samanstendur höfuðborgarsvæðið (Hovedstadsområdet) af sveitarfélögunum: Frederiksberg, Albertslund, Brøndby, Gentofte, Gladsaxe, Glostrup, Herlev, Hvidovre, Lyngby-Taarbæk, Rødovre, Tårnby og Vallensbæk. að auki eru hlutar Ballerup, Rudersdal, Ishøj, Greve Strandog og Furesø hluti af því.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

F.C. København og Brøndby IF eru stærstu knattspyrnuliðin í borginni og er talsverður rígur á milli þeirra. Parken er þjóðarleikvangur Dana og um leið heimavöllur FC Köbenhavn. Önnur lið á stór-Kaupmannarhafnarsvæðinu eru FC Nordsjælland, Fremad Amager, B93, AB, Lyngby og Hvidovre IF.

Helstu handboltaliðin eru Ajax, Ydun og HIK (Hellerup). Íshokkí, róður og rúgbí eru meðal annarra vinsælla keppnisíþrótta. Meðal almennings eru golf og hestamennska til að mynda vinsæl. Kaupmannahafnarmaraþonið er haldið hvert ár í lok ágúst.

Lestarkort af borginni.

Kaupmannahöfn er ein hjólreiðavænasta borg í heimi en sérstakir hjólastígar eru meðfram mörgum götum. Neðanjarðarlest var hleypt á stokkana árið 2002 og hafa verið umbætur á kerfinu. Einnig er léttlest ofanjarðar; S-tog.

Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn er miðstöð lestarsamgangna.

Eyrarsundsbrúin tengir Danmörku við Svíþjóð; Kaupmannahöfn við Malmö á Skáni. Kastrupflugvöllur er sá flugvöllur á Norðurlöndum þar sem mest umferð er um.

Áhugaverðir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
Nyhavn er með 17. aldar byggingarlist.

Á vefnum má fá upplýsingar um öll helstu söfn í Danmörku, sem eru opin almenningi,[6]

  • Arken. Safn fyrir nútímalist, tók til starfa 1996.[7]
  • Det Kongelige Bibliotek. Konungsbókhlaða geymir ekki aðeins bækur og handrit á dönsku, heldur ýmislegt efni á öðrum tungumálum, og margt þetta má kynna sér á vefnum.[8]
  • Louisiana. Safnið geymir nútímalist. Það er í Humlebæk, skammt norðan við Kaupmannahöfn.[9]
  • Det Nationalhistoriske Museum - Frederiksborg Slot. Málverk og aðrir gripir, sem varða danska sögu. Safnið er í Hillerød skammt frá Kaupmannahöfn. Umhverfis Friðriksborgarhöll er stór garður.[10][11]
  • Nationalmuseet. Þjóðminjasafn Danmerkur en lætur sig jafnframt varða menningarsögu annarra þjóða. Safnið á upphaf að rekja til konungslistasafns, sem varð til um miðja 17. öld.[12]
  • Ny Carlsberg Glyptotek. Þetta höggmyndasafn geymir fjölmörg verk úr fornöld, einkum frá Egyptum, Grikkjum, Rómverjum og Etrúskum, auk þess sem málverk frá seinni öldum eru mikilvægur hluti safnsins.[13]
  • Rosenborg Slot – De Danske Kongers Kronologiske Samling. Munir úr eigu Danakonunga, þar á meðal krúnudjásnin. Umhverfis Rósenborgarhöll er stór garður (Kongens Have), sem margir heimsækja.[14][15]
  • Statens Museum for Kunst. Ríkislistasafnið geymir 9.000 málverk og 300.000 koparstungur og grafíkverk, auk þess sem það varðveitir í annarri byggingu 2.600 gifsafsteypur.[16]
  • Statens Naturhistoriske Museum. Þetta safn er þrískipt (grasafræði, dýrafræði, jarðfræði) og er á þremur stöðum.[17] Á sviði náttúrufræði má sömuleiðis nefna Den Blå Planet,(áður Danmarks akvarium ) sem hýsir þúsundir fiska .[18]
  • Thorvaldsens Museum. Safnið geymir höggmyndir eftir Bertel Thorvaldsen og safn hans af öðrum listmunum og forngripum.[19]
Innri bærinn (Indre By).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Statistikbanken“.
  2. „Befolkningstäthet (Invånare per kvadratkilometer), folkmängd och landareal efter region och kön. År 1991 - 2021“.
  3. „Befolkningstal“.
  4. „Folketal den 1. I kvartalet efter område, køn, alder og civilstand - Statistikbanken - data og tal“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2022. Sótt 29. janúar 2024.
  5. „Folkmängd i riket, län och kommuner 30 juni 2022 och befolkningsförändringar 1 april - 30 juni 2022“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2022. Sótt 27. ágúst 2022.
  6. Danske Museer Online, vefsetur Geymt 12 júní 2010 í Wayback Machine. Skoðað 25. október 2010.
  7. Arken, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  8. Det Kongelige Bibliotek, vefsetur Geymt 23 september 2010 í Wayback Machine. Skoðað 25. október 2010.
  9. Louisiana Museum of Modern Art, vefsetur Geymt 12 maí 2011 í Wayback Machine. Skoðað 25. október 2010.
  10. Det Nationalhistoriske Museum Frederiksborg Slot, vefsetur Geymt 9 október 2010 í Wayback Machine. Skoðað 25. október 2010.
  11. Slots- og Ejendomsstyrelsen: Frederiksborg Slot og Slotshave. Skoðað 25. október 2010.
  12. Nationalmuseet, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  13. Ny Carlsberg Glyptotek, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  14. Rosenborg Slot, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  15. Slots- og Ejendomsstyrelsen: Rosenborg Slot og Kongens Have. Skoðað 25. október 2010.
  16. Statens Museum for Kunst, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  17. Statens Naturhistoriske Museum, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  18. Danmarks Akvarium, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.
  19. Thorvaldsens Museum, vefsetur. Skoðað 25. október 2010.

erlendir

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.