Eyrarsundsbrúin
Útlit
Eyrarsundsbrúin er blönduð bita- og hengibrú sem tengir saman Danmörku og Svíþjóð yfir Eyrarsund milli Amager og Skáns, rétt sunnan við Málmey. Eyrarsundsgöngin liggja frá Kastrup á Amager fyrsta hluta leiðarinnar yfir á Piparhólma þar sem brúin byrjar. Yfir brúna liggja hraðbraut og tvær járnbrautir.
Smíði brúarinnar lauk 14. ágúst 1999 en vegurinn var vígður 1. júlí árið 2000.