Fara í innihald

Jónshús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónshús (eða Hús Jóns Sigurðssonar) (danska: Islands Kulturhus) er hús Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur á Øster Voldgade 12 (áður númer 8) í Kaupmannahöfn. Götuna nefna Íslendingar oft Austurvegg. Jón og Ingibjörg bjuggu á þriðju hæð í húsinu frá 1852 til dauðadags 1879. Húsið myndar hornið á Øster Voldgade og Stokhusgade.

Carl Sæmundsen kaupmaður afhenti Alþingi húsið til eignar 17. júní 1966.

Í Jónshúsi er starfsemi sem tekur bæði til menningar og félagsstarfs. Á fyrstu hæð í Jónshúsi er samkomusalur þar sem oft eru samkomur og sýningar íslenskra listamanna. Á annarri hæð er fræðimannsíbúð. Á þriðju hæð hússins er sýning um líf og starf Jóns forseta, auk bókasafns. Á fjórðu hæð er önnur fræðimannsíbúð. Í húsinu er aðstaða fyrir félagsstarfsemi Íslendinga sem búsettir eru á Kaupmannahafnarsvæðinu

Á skilti utan á Jónshúsi stendur:

Jón Sigurðsson átti hér heimili frá haustinu 1852 og dó hér 1879. „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.