Fara í innihald

Kristjánsborgarhöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kristjánsborgarkastali)
Kristjánsborgarhöll (2011)

Kristjánsborgarhöll (Christiansborg) er stór höll á Slotsholmen í miðborg Kaupmannahafnar. Þar eru aðsetur Folketinget (danska þingsins), skrifstofa danska forsætisráðuneytisins og danska hæstaréttsins. Höllin var ein aðalbúseta konungsfjölskyldunnar til 1794 en nú notar hún hið konunglega móttökuherbergi, hallarkapelluna og hin konunglegu hesthús.

Í höllinni eru því þrjár helstu valdastofnanir ríkisins: framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og dómsvaldið. Er þetta eini staðurinn í heiminum sem öll þessi valdastig eru undir sama þaki. Kristjánsborgarhöll er í eigu danska ríkisins og er rekin af höllinni og eignarstofnun.

Sem afleiðing af tveimur alvarlegum eldsvoðum ber Kristjánsborg í dag vitni um þrjú tímabil í danska arkitektúrnum. Fyrsti eldsvoðinn varð árið 1794 og annar árið 1884. Lokið var við helsta hluta af núverandi höll árið 1928 og er hann í hinum sögufræga Nýbarokk, rókókóstíl. Kapellan er síðan 1826 og er í nýklassískum stíl.

Kastali Absalons

[breyta | breyta frumkóða]
Uppgröftur á kastala Absalons

Samkvæmt danska annálsritaranum Saxo Grammaticus, byggði Absalon biskup í Hróarskeldu kastala árið 1167 á lítilli eyju fyrir utan Kaupmannahafnar hafnir. Konungurinn Valdimar mikli hafði gefið Absalon bæinn Höfn sem er nú þekktur sem Kaupmannahöfn. Kastalinn var byggður upp með 5 metra háum steinmúr sem lokaði af nokkrar byggingar, eins og höll biskupsins, kapellu og nokkrum minni byggingum.

Við dauða Absalon biskups, 1201, fóru eignir hans, kastalinn og Kaupmannahöfn, til biskupanna í Hróarskeldu. Nokkrum áratugum síðar, hófts hins vegar bitur valdabarátta á milli konungsvaldsins og kirkju. Í næstum tvær aldir var eignarhald kastalans og borgarinnar mikið þrætuefni á milli milli konunga og biskupa. Þá voru einnig oft árásir á kastalann frá utanaðkomandi aðilum, til dæmis frá Vind sjóræningjum og Hansasambandinu, og á árunum 12491259 var það hernumið og rændu.

Eftir að sigra Valdimar atterdag, árið 1368, sendi Hansasambandið 40 steinsmiði til að rífa kastalann, stein eftir stein. Kastalinn hafði lengi valdið Hansasambandinu miklum óþægindi í viðskiptum þeirra á Eyrarsundinu og var nú kominn tími til að fjarlægja hann.

Kaupmannahafnarkastali

[breyta | breyta frumkóða]
Málverk af Kaupmannahafnarkastala frá 1698

Ofan á rústum kastala Absalons biskups var reistur nýr kastali sem fékk nriðafnið Kaupmannahafnarkastali. Kastalinn var enn í eigu biskupanna í Hróarskeldu þar til Eiríkur af Pommern, konungur, hrifsaði kastalann til sín árið 1417. Frá þeim tíma varð Kaupmannahafnarkastalinn að eign konungsvaldsins.

Kastalinn varð hin konunglega búseta þegar Kristófer af Bæjaralandi flutti til Kaupmannahafnar 1443. Frá miðri 15. öld var kastalinn að hinum opinbera konungsstað og aðsetur dönsku ríkisstjórnarinnar.

Kastalinn var endurbyggð nokkrum sinnum. Um 1720 endurreisti Friðrik IV alveg kastalann, en kastalinn varð svo þungur að veggirnir tóku að gefa eftir og sprynga. Það varð því alveg ljóst að Kristján IV, eftirmaður Friðriks IV, þurfti að byggja alveg nýjan kastala þegar hann tók við völdum 1730.

Niðurrif á hinum yfirdrifna og úrelta Kaupmannahafnarkastala hófst árið 1731, til að búa til pláss fyrir fyrstu Kristjánsborgarhöllina. Rústir kastala Absalons og Kaupmannahafnarkastalans voru grafnar upp í upphafi 20. aldar og má sjá þær í dag undir núverandi höll.

Fyrsta Kristjánsborg

[breyta | breyta frumkóða]
Fyrsta Kristjánsborgin, séð yfir reiðvöllinn

Þegar Kristján VI kom til valda fannst honum höllin vera þröng og dimm. Hann ákvað að byggja nýja höll alveg frá grunni, þetta skyldi verða hinn fyrsta Kristjánsborg. Arkitekt hallarinnar var Elias David Häusser en Laurids de Thurah og Nicolai Eigtved sáu um innanhúsarkitektinn.

Vinnan byrjaði árið 1731 með niðurrifi á Kaupmannahafnarhöllinni. Mikið af landi í kring var keypt upp og hreinsað til þess að það væri hægt að byggja yfir gamla virkissíkið. Konungurinn lagði hornsteinninn 21. apríl 1733 og eftir það hófst uppbyggingin á nýrri höll.

Höllin varð íbúðarhæf árið 1740 og sama ár, 5. október, urðu hesthúsin klár fyrir hesta konungs og vagna. Kristján VI flutti inn með pomp og prakt ásamt kveðjuveislu, þann 26. nóvember, þar sem hin konunglega fjölskylda flutti frá sínu tímabundna heimili, Fredriksberg Slot.

Kristjánsborg stóð nú sem stórkostleg rókókóhöll, með reiðvöllum og kapellu sem var staðsett á sama stað og núverandi kapella. Þetta var mjög dýrt og var byggingarkostnaðurinn yfir helmingi tekna á ári fyrir allt ríkið eða sem verðmæti allra eigna á Sjálandi.

Höllin var í allt 6 hæðir: Kjallari, jarðhæð (eða kvennahæðin), millihæðir (mezzanin), konungshæðin, hæð krónprinsins og efsta millihæðin; þessar hæðarskiptingar voru yfirfærðar frá Kaupmannahafnarhöllinni en gefið ný nöfn. Eins og nöfnin gefa til kynna höfðu konungshjónin íbúðir á konungshæðinni ásamt íbúð drottingarinnar í Norðurvængnum (móti hallarkirkjunni). Af gangnum að hæðinni var skipt á milli einkaherbergja konungs, móttökusals og sal hæstaréttar. Jarðhæðin var innréttuð sem skrifstofur og efst upp bjó starfsfólkið.

Fyrri eldsvoðinn

[breyta | breyta frumkóða]

Í meira 50 ár var stórkostlegt hirðlíf í höllinni en þann 26. febrúar 1794 braust út eldur frá einum skorsteini í einu herbergja erfðaprinsins. Eldurinn þróaðist verulega á næstu klukkustundum og vann mikill mannfjöldi, ekki bara að því að bjarga höllinni og dýrmætu innbú hennar, heldur einnig nærliggjandi hverfum sem glóðin fauk yfir.

Höllin og hallarkirkjan brunnu og olli eldsvoðinn hallaríbúum miklu eignartjóni. Konungsfjölskyldan missti mikið af innbúi sínu og ómetanlegum listaverkum.

Önnur Kristjánsborg

[breyta | breyta frumkóða]
Önnur Kristjánsborg

Eftir eldsvoðann 1794 vantaði að taka frumkvæðið og byggja nýja höll enda var þetta dýr framkvæmd. Það var ekki fyrr en árið 1803Kristján VII, konungur, ákvað þóknunina fyrir þann sem myndi skipuleggja og hafa umsjón með byggingu bæði nýrrar hallar, nýs ráðhúss og dómshúss fyrir Kaupmannahöfn.

Hinn nýja Kristjánsborg var teiknuð af C.F. Hansen arkitekt, sem hafði sent inn hugmynd af verkefninu árið 1800. Stór hluti ytri múrsins og innri milliveggja lifðu eldinn af og voru endurnýttir. Við nýju hönnunina voru turninn og reiðvellirnir fjarlægðir en þetta hafði verði einn stærsti hluti af fyrri höllinni. Við þessa breytingu færðist aðalinngangurinn að höllinni að Hallartorginu.

Hönnun nýju hallarinnar var í nútíma klassískum stíl sem var andstæða fyrri stíla, rókókó og barokks. Höllin hafði samt enn 6 hæðir eins og sú fyrri.

Seinni eldsvoðinn

[breyta | breyta frumkóða]
Rústir annarrar Kristjánsborgar

Kristjánsborg númer tvö brann þann 3. október 1884 þótt fólk hafi verið vakandi yfir eldhættunni af fyrri reynslu. Þannig höfðu verið byggðir eldveggir, járndyr, menn settir á vakt og slökkvikerfi útbúið en byggingin hafði þann veikleika að það var mikið af holrúmu þar sem eldur gæti breiðst út. Eldurinn kviknaði nálægt Rigsdagsalnum, þingsalur, og aftur var það ofn sem orsakaði það. Eldurinn dreifði sér fljótt um mið- og suðurvæng hallarinnar og eftir nokkurn tíma gáfust menn upp á því að bjarga höllinni og einbeittu sér að því að bjarga kirkjunni og reiðvöllunum sem tókst með dramatískum átökum. Samt var náð það góðum tökum á eldinum að það náðist að bjarga mest öllu innbúinu, bókum, silfrinu og fleiru. Þannig að tapið núna var ekki nærri eins stórt og í fyrri eldsvoðanum.

Þriðja Kristjánsborgin

[breyta | breyta frumkóða]
Þriðja og núverandi Kristjánsborg

Thorvald Jørgensen, arkitekt, vann hönnunarsamkeppni um hönnun á þriðju (og núverandi) Kristjánsborgarhöll, sem byggð var frá 19071928. Hornsteinn hallarinnar var lagður 15. nóvember 1907. Höllin átti að vera heimili konungsfjölskyldurnar, starfssvæði löggjafans og dómstóla. Höllin var byggð í Nýbarokk stíl, með járnbentri steinsteypu með granítyfirborði. Brot úr höll C.F. Hansen voru varðveitt í norðurhlið hallarinnar, sem snýr að garði prins Jörunds (Prins Jørgens Gård). Þakið var upprunalega flísalagt, en eftir söfnun á landsvísu, var flísunum skipt út fyrir kopar, 19371938. Vindhana með tveimur kórónum var síðar bætt við turninn og varð þá 106 metra á hæð og þar með hæsti turninn í borginni.

Við undirstöðuvinnuna komu rústir kastala Absalons og rústir Kaupmannahafnarkastalans í ljós. Það var ákveðið að gera þær aðgengilegar almenningi og var hin sögulega sýning opnuð árið 1924.

Kristjánsborgarhöll í dag

[breyta | breyta frumkóða]
Danska þingið (Folketinget)
1: Höllin, 2: Konungshliðið, 3: Hallartorgið, 4: Innri hallargarður, 5: Inngangur að þinginu, 6: Garður ríkisþingsins, 7: Leikhússafn, 8: Hið konunglega hesthús, 9: Marmarabrúin, 10: Sýningarsvæði, 11: Reiðskólinn, 12: Thorvaldsensafnið, 13: Inngangur að hæstarétti, 14: Drottningarhliðið, inngangur að konunglegu móttökuherbergjunum, 15: Hallarkapellan, 16: Garður Jørgens prins

Fyrsta hæð þingsins er hannað í kringum anddyrið, sem er 80 metra langur salur með þingdeildinni (fyrrum neðri deild) sem staðsett er á öðrum endanum og landsþingsdeild (fyrrum efri deild) í hinum endanum. Ásamt salnum eru ýmis herbergi svo sem skrifstofa ræðumanna og skrifstofa stjórnvalda.

Hið konunglega móttökuherbergi

[breyta | breyta frumkóða]

Konunglegu móttökuherbergin í Kristjánsborgarhöll eru staðsett á fyrstu og annarri hæð í norðurhluta hallarinnar. Herbergin eru notuð við opinber störf eins og veislur, kvöldverði ríkisins, áramótafögnuð, háttvísar viðurkenningar, ríkisfundi og áhorfendur þeirra .

Konunglegu móttökuherbergin eru ríkulega skreytt með húsgögnum og listaverkum sem bjargað var úr fyrri hölllunum tveimur, sem og skreytingar eftir nokkra bestu listamenn Danmerkur eins og Nikolaj Abraham Abildgaard, Christoffer Wilhelm Eckersberg, Laurits Tuxen, Joakim Skovgaard og Bjørn Norgaard. Til að komast að konunglegu móttökuherbergjunum þarf að ganga í gegnum Drottningarhliðið (Dronningeporten) og í gegnum sal Halberdiers (Drabantsalen) og þá ertu kominn að konunglega stiganum (Kongetrappen). Fyrir neðan stigann er áheyrnarsalur (Audiensgemakket) og ráðstefnusalur (Statsrådssalen). Drottningin tekur á móti gestum annan hvern mánudag og mætir á þing stjórnvalda eins og kröfur gera ráð fyrir, yfirleitt á miðvikudögum. Ný lög sem þingið hefur samþykkt þarf drottningin einnig að samþykkja. Áheyrnarsalurinn og ráðstefnusalurinn eru þeir einu tveir salirnir sem eru lokaðir almenningi.

Konungsstiginn veitir aðgang að turnsalnum (Tårnsalen). Turnsalurinn sýnir röð af veggteppum þar sem myndefnið er frá dönskum þjóðlögum, ofið eftir teiknimyndum sem málaðar eru af Joakim Skovgaard .

Andspænis hallartorginu er hásætisherbergið (Tronsalen) þar sem erlendir sendiherrar kynna Margréti Þórhildi drottningu trúnaðarefni sín. Hásætisherbergið veitir aðgang að svölunum þar sem konungar eru krýndir. Hásætisherbergið er skreytt með stóru loftmálverki eftir Kræsten Iversen, sem sýnir danska fánann, Dannebrog, og hvernig hann féll af himni í Eistlandi árið 1219.

Fredensborgarsalur er einnig eitt af móttökuherbergjunum (Fredensborgsalen) þar sem Laurits Tuxen hefur málað Kristján IX konung og alla fjölskyldu hans saman í Fredensborgarhöll og hluta af bókasafni drottningarinnar.

Stóri salurinn er sá stærsti af öllum konunglegu móttökuherbergjunum. Salurinn er 40 metra langur og er lofthæðin 10 metrar og umlykur myndlist salinn allan. Salurinn tekur 400 gesti í sæti og er notaður fyrir stórveislur, ríkiskvöldverði og móttökur.

Stóri salurinn var gerður upp í tilefni af 60 ára afmæli Margrétar Þórhildar drottningar. Listamaðurinn Bjørn Norgaard hengdi upp sautján veggteppi sem segja frá sögu Danmerkur. Veggteppin voru gjöf frá danska atvinnulífinu í tilefni af 50 ára afmæli drottningarinnar.

Alexanderssalur (Alexandersalen) er nefndur eftir marmara loftrönd Bertel Thorvaldsen, „Alexander mikli kemur til Babýlon“. Loftröndin var gerð fyrir seinni Kristjánsborgarhöll og hlutar hennar lifðu eldinn af. Þeir hlutar voru síðar gerðir upp og festir í þessum sal. Salurinn er notaður fyrir smærri móttökur og opinbera kvöldverði, oft í tengslum við heimsóknir ríkisins.

Hallar-kapellan

[breyta | breyta frumkóða]
Hallar-kapellann eins og hún lítur út í dag

Saga kapellunnar í Kristjánsborgarhöll fer aftur til fyrstu Kristjánsborgarhallarinnar, sem var byggð af verkamanninum Elias David Häusser á árunum 1733 – 1745. Kristján VI konungur var hrifin af arkitektúr og réð hann ungan og hæfileikaríkan arkitekt að nafni Nicolai Eigtved, til að hanna kapelluna í höllinni (1738-42). Eigtved greip tækifærið og hannaði eina frægustu rókókó innréttingu Danmerkur.

Árið 1974 kviknaði í höllinni og var þá ákveðið að rífa hana alveg niður. Hins vegar varð aldrei af niðurrifinu.

Arkitektinn Christian Frederik Hansen sem var falið það verkefni að reisa höllina að nýju árin 18031828, fékk einnig það verkefni að reisa kapelluna árið 1810. Verkið hófst árið 1813 og var þáverandi grunnur og múrverk notað eins og hægt var. Kirkjan og aðalbygging hallarinnar var byggt í Nýklassískum stíl með hvelfingu ofan á aðal innanhússvæði kirkjunnar. Kirkjan var vígð á Hvítasunnu, 14. maí 1826 til að marka 1000 ára afmæli innleiðingu kristindóms til Danmerkur.

Annar eldsvoði varð í höllinni árið 1884 en kirkjan brann ekki, þar sem eldurinn var stoppaður í byggingunum sem tengdu kirkjuna við höllina. Hins vegar náðu örlögin kirkjunni þann 7. júní 1992. Hún brann til jarðar, líklega kviknaði í út frá flugeldum sem var verið að skjóta upp eftir Hvítasunnu hátíðina.

Í eldsvoðanum 1992 brann þakið, hvelfingin og milli-hæðin og innbúið skemmdist illa. Stuttu eftir þetta ákvað danska hallar- og eigna stofnunin (e. Dansih Palace and Properties Agency) sem heyrir undir danska fjármálaeftirlitið að endurbyggja kapelluna í samstarfi við teiknistúdíó Erik Møllers og Jens Fredslund, eftirlitsmann opinberra bygginga. Engar teikningar voru til af hvelfingunni eða þakinu en með aðferðum í fornleifafræði bygginga (e. building archaeology) var hægt að sjá hvar hvelfingin hafði verið byggð og gerði það mögulegt að endurbyggja bæði hvelfinguna og þakið. Einnig voru notaðar sögulega nákvæmar bygginga aðferðir í gegnum endurreisnar ferlið.

Danskir smiðir gátu ekki tekið að sér það erfiða verk að endurreisa og endurskapa innri scagliola. Einn af fremstu sérfræðingum Þýskalands, Manfred Siller tók að sér verkið og kenndi dönskum gifssmiðum þá virðulegu byggingarlist.

Endurreista kirkjan var vígð 14. janúar 1997 til að fagna valdaafmæli Margrétar II drottningar. Endurbyggingin var verðlaunuð þeim virtu Europa Nostra verðlaunum.

Rústir fyrir neðan höllina

[breyta | breyta frumkóða]

Undir núverandi Kristjánsborgarhöll liggja rústir kastala sem Absalon biskup átti og Kaupmannahafnar kastali. Þegar undirstöður núverandi Kristjánsborgarhallar voru í byggingu rákust vinnumenn á rústir nokkurra bygginga og hluta af hallarvegg.

Sérfræðingar frá Þjóðminjasafni Danmerkur voru fengnir til að grafa upp rústirnar sem láu undir innri hallargarðinum. Áhugi almúgans á þessum rústum, sem eru frá árinu 1167, var mikill. Það var því ákveðið að ekki skyldi grafið yfir rústirnar aftur heldur yrðu þær varðveittar. Til þess að hlífa rústunum var byggð steypt bygging sem var á sínum tíma sú stærsta sem hafði sést í Danmörku þegar hún var reist árið 1908.

Rústirnar sem lágu undir hallartorginu voru grafnar upp árið 1917 og var einnig byggð hlíf yfir þær. Rústirnar hafa verið sjáanlegar almenningi frá árinu 1924. Sýningin á rústunum var gerð upp á árunum 1974-77 og hefur verið meira og minna ósnert síðan þá.

Reiðvellir

[breyta | breyta frumkóða]
Reiðhöll Kristjánsborgarhallar

Sýningarvellirnir eru nú það eina sem eftir stendur af fyrstu Kristjánsborgarhöllinni. Þeir samanstanda af tveimur samhverfum álmum eða vængjum með beinu, lágu og þröngu hesthúsi og í framhaldi af því hárri, breiðri byggingu og þröngu bognu hesthúsi, á eftir því kemur svo einnar hæðar þröng bygging við endann sem lokar af vængina við lok Frederiksholms kanalinn.

Árið 1742 varð norðurálman sú fyrsta sem var kláruð. Byggingarvinna við suðurálmuna hófst í júní 1740 en var stöðvuð um haustið sökum erfiðleika við að skaffa efni. Vinnan byrjaði ekki aftur fyrr en í janúar 1744, þá undir eftirliti af ungum arkítekt, Nicolai Eigtved. Listrænt innsæi Eigtveds varð til þess að suðurálman varð mun fegurri en norðurálman. Árið 1746 voru 87 veiðihestar og 165 vagnahestar fluttir inn í nýju hesthúsin, þeir yrðu aldrei svona margir aftur. Á árunum 1766-67, byggði arkitektinn Jardin Nicolas-Henri leikhús fyrir ofan stóru hesthúsin. Það hýsir nú Theatre Museum eða Leikhússafnið. Á reiðvöllunum er nú hægt að sjá Leikhússafnið og Konunglegu hesthúsin.

Marmarabrúin og sýningarskálarnir

[breyta | breyta frumkóða]
Marmarabúin

Í upphaflegu verkefni Häusser af fyrstu Kristjánsborg voru álmur hallarinnar tengdar með varðhúsi við enda Frederiksholms sýkisins og hengibrúr sem fór yfir sýkið. Nefndin sem stýrði byggingu hallarinnar var ekki sátt við tillöguna og bað ungu arkitektina tvo sem unnið höfðu fyrir konunglegu byggingarnefndina, Nicolai Eigtved og Lauritz de Thurah, að koma með aðra tillögu.

Tillaga þeirra innifól meðal annars varanlega brú yfir Fredriksholms kanalinn og mynda þar með aðalinngang að höllinni og tveimur sýningarskálum sem stóðu meðfram veginum og lokuðu völlunum milli álmanna. Bæði brúin og skálarnir voru í hinum nýja rókókó stíl. Ábyrgðin var sett á Eigtved, sem var aðalmaðurinn á bak við verkefnið.

Brúin var sérstaklega glæsileg — þakin sandsteinaskreytingum eftir myndhöggvarann Louis August le Clerc. Gangstígurinn var lagður með norskum marmara, þaðan kemur nafnið Marmarabrúin (Marmorbro), og var gangvegurinn einnig steinlagður.

Sýningarskálarnir voru alveg jafn glæsilegir og brúin. Þeir voru þaktir sandsteinum frá Saxlandi, og myndhöggvarinn Johan Christof Petzoldt skreytti íhvolf þökin með einkennum konunglega parsins og fjórar fígúrur á hverju þaki sem táknuðu jákvæða og einkennandi kosti parsins. Innanhúshönnuðurinn var í höndum yfirsmiðs hirðarinnar Jacob Fortling. Marmarabrúin og skálarnir voru fullbúnir árið 1744.

1996 var Kaupmannahöfn evrópska menningarhöfuðborg, þá rekstraraðilar eignanna klárað endurreisn sýningarsvæðisins og hallanna en það hafði tekið mörg ár. Marmarabrúin og sýningarskálarnir voru endurreistir á árunum 1978 til 1996 af arkitektnum Erik Hansen og sýningarsvæðið á árunum 1985 til 1996 af Konunglegu eftirlitsmönnum skráðra ríkisbygginga.

55°40′33″N 12°34′44″A / 55.67583°N 12.57889°A / 55.67583; 12.57889