Frederiksberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Friðriksborgarhöll

Frederiksberg er bær á höfuðborgarsvæði Danmerkur sem nær yfir um 9 ferkílómetra. Íbúar eru rúm 100 þúsund. Bærinn er umkringdur Kaupmannahöfn á allar hliðar og engin sýnileg mörk milli bæjarins og höfuðborgarinnar. Bærinn dregur nafn sitt af Friðriksborgarhöll sem Friðrik 4. reisti þar 1700-1703. Svæðið varð þá vinsælt sumarhúsaland aðalsins í Kaupmannahöfn. Eftir að danska þingið aflétti banni við varanlegum byggingum utan múra Kaupmannahafnar um miðja 19. öld óx Frederiksberg hratt og íbúar voru 80.000 um aldamótin 1900.

Í Frederiksberg eru mörg græn svæði og fáar breiðar götur. Bærinn þykir með betri hverfum Kaupmannahafnar að búa í.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.