Forsetakjör á Íslandi
Útlit
(Endurbeint frá Hinar íslensku forsetakosningar)
Forsetakjör á Íslandi fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar yfir 18 ára aldri sem eiga lögheimili á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis halda kosningarétti sínum í 16 ár frá brottflutningi lögheimils frá Íslandi en að þeim tíma liðnum geta þeir sótt um að vera á kjörskrá en sú skráning gildir til fjögurra ára í senn.
Forsetakjör hefur farið fram í 22 skipti en í 11 skipti hefur sitjandi forseti ekki fengið mótframboð og því verið sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu. Í fjögur skipti hefur sitjandi forseti fengið mótframboð en ávallt borið sigur úr býtum.
Listi yfir forsetakjör
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Dagsetning | Kjörskrá | Kjörsókn | Framboð | Sigurvegari | Fylgi sigurvegara |
Úrslit |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1944 | 17. júní | Kjörinn af Alþingi | Sveinn Björnsson | 30 af 52 þingmönnum | |||
1945 | 1 | Sveinn Björnsson | Sjálfkjörinn | ||||
1949 | 1 | Sveinn Björnsson | Sjálfkjörinn | ||||
1952 | 29. júní | 85877 | 82,0% | 3 | Ásgeir Ásgeirsson | 48,3% | |
1956 | 1 | Ásgeir Ásgeirsson | Sjálfkjörinn | ||||
1960 | 1 | Ásgeir Ásgeirsson | Sjálfkjörinn | ||||
1964 | 1 | Ásgeir Ásgeirsson | Sjálfkjörinn | ||||
1968 | 30. júní | 112737 | 92,2% | 2 | Kristján Eldjárn | 65,6% | |
1972 | 1 | Kristján Eldjárn | Sjálfkjörinn | ||||
1976 | 1 | Kristján Eldjárn | Sjálfkjörinn | ||||
1980 | 29. júní | 143196 | 90,5% | 4 | Vigdís Finnbogadóttir | 33,8% | |
1984 | 1 | Vigdís Finnbogadóttir | Sjálfkjörin | ||||
1988 | 26. júní | 173829 | 72,8% | 2 | Vigdís Finnbogadóttir | 94,6% | |
1992 | 1 | Vigdís Finnbogadóttir | Sjálfkjörin | ||||
1996 | 19. júní | 194705 | 85,9% | 4 | Ólafur Ragnar Grímsson | 41,4% | |
2000 | 1 | Ólafur Ragnar Grímsson | Sjálfkjörinn | ||||
2004 | 26. júní | 213553 | 62,9% | 3 | Ólafur Ragnar Grímsson | 85,6% | |
2008 | 1 | Ólafur Ragnar Grímsson | Sjálfkjörinn | ||||
2012 | 30. júní | 235743 | 69,3& | 6 | Ólafur Ragnar Grímsson | 52,8% | |
2016 | 25. júní | 244896 | 75,7% | 9 | Guðni Th. Jóhannesson | 39,0% | |
2020 | 27. júní | 252152 | 67,0% | 2 | Guðni Th. Jóhannesson | 92,2% | |
2024 | 1. júní | 266935 | 80,8% | 12 | Halla Tómasdóttir | 34,1% |