Fara í innihald

San Salvador

Hnit: 13°41′56″N 89°11′29″V / 13.69889°N 89.19139°V / 13.69889; -89.19139
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá San Salvador (borg))
San Salvador
Svipmyndir frá San Salvador
Svipmyndir frá San Salvador
Fáni San Salvador
Skjaldarmerki San Salvador
Staðsetning San Salvador
Staðsetning innan El Salvador.
Hnit: 13°41′56″N 89°11′29″V / 13.69889°N 89.19139°V / 13.69889; -89.19139
LandEl Salvador
SýslaSan Salvador-sýsla
Stofnun1. apríl 1525
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriMario Durán
Flatarmál
 • Samtals72,25 km2
Hæð yfir sjávarmáli
658 m
Mannfjöldi
 (2018)
 • Samtals2.406.709
 • Þéttleiki72,25/km2
Póstnúmer
503
TímabeltiUTC−06:00
Vefsíðasansalvador.gob.sv

San Salvador er höfuðborg og stærsta borg El Salvador og samnefndrar sýslu innan landsins.[1] Borgin er stjórnsetur og menningar-, mennta- og efnahagsmiðstöð landsins.[2] Alls búa 2.404.097 manns á stórborgarsvæði San Salvador, sem nær yfir borgina sjálfa og 13 af sveitarfélögum hennar. Á þéttbýlissvæðinu búa 1.600.000 manns.[3]

San Salvador er mikilvæg fjármálamiðstöð Mið-Ameríku. Borgin hýsir ríkisstjórn El Salvador, löggjafarþing El Salvador, hæstarétt El Salvador og fleiri ríkisstofnanir auk híbýla forseta El Salvador. San Salvador er staðsett á salvadorska hálendinu og er umkringd eldfjöllum þar sem jarðskjálftar eru tíðir. Kaþólska erkibiskupdæmið í El Salvador er staðsett í San Salvador ásamt miðstöðvum fleiri kristinna kirkjudeilda, þar á meðal höfuðstöðvum evangelista, mormóna, baptista og hvítasunnukirkjunnar. Í San Salvador er næststærsti söfnuður Gyðinga í Mið-Ameríku og lítill söfnuður múslima.

Ýmsir alþjóðlegir íþrótta-, stjórnmála- og samfélagsviðburðir hafa verið haldnir í San Salvador. Árin 1935 og 2002 voru Miðameríku- og Karíbahafsleikarnir haldnir þar, Mið-Ameríkuleikarnir árin 1977 og 1994 og fegurðarsamkeppnin Ungfrú Alheimur árið 1975. Árið 2008 hélt borgin 18. leiðtogafund spænsku- og portúgölskumælandi ríkja, mikilvægasta þjóðfélagspólitíska viðburð þessara menningarsvæða.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Biggest Cities El Salvador“. Geonames.org. Sótt 24. febrúar 2012.
  2. [1] Geymt 27 mars 2009 í Wayback Machine
  3. Demographia World Urban Areas 17th Annual Edition: 202106
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.