Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson (f. 19. mars 1967) er íslenskur kaupsýslumaður. Hann er þekktur erlendis sem Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor var fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heims. Í mars 2008 voru eignir hans metnar á 3,5 milljarða dollara, eða um 227 milljarða króna.[1]
Björgólfur Thor hefur mikið verið gagnrýndur í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í október 2008, meðal annars fyrir að vera aðaleigandi Landsbankans í gegnum fjárfestingafélag sitt Samson ehf sem stóð fyrir hinum umdeildu Icesavereikningum. Landsbankinn var yfirtekinn af ríkinu í kjölfar bankahrunsins. Árið 2009 var Björgólfur metinn á um 1 milljarð dollara og er því enn ríkasti maður íslands.[2] Björgólfur hefur fallið um 400 sæti hjá Forbes listanum.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Björgólfur er sonur Björgólfs Guðmundssonar, sem einnig var fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi. Móðir Björgólfs er Þóra Hallgrímsson, dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra Skeljungs og Margrétar Thors, sem var dóttir dansk-íslenska athafnamannsins Thors Jensen og heitir Björgólfur eftir honum. Hann er kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Heimili hans er í London.
Björgólfur Thor lauk námi í viðskiptafræði frá New York University árið 1991. Hann rak síðan skemmtistaðinn á Hotel Borg [3] ásamt Skúla Mogensen og síðan Tunglið.[4] Björgólfur fór fljótlega eftir það, eða árið 1993, til Sankti Pétursborgar í Rússlandi ásamt föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðjuna Gosann.[5] Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í Rússlandi.
Fjárfestingar
[breyta | breyta frumkóða]Björgólfur og félagar færðu sig um set í lok tíunda áratugarins og keyptu rekstur Bravo bruggverksmiðjunnar. Fljótlega hófst þar framleiðsla á Botchkarov bjór sem sló í gegn í heimalandinu. Heineken keypti Bravo árið 2002, fyrir $400 milljónir.
Í kjölfar einkavæðingu ríkisbankanna árið 2002 keypti Samson ehf 45% hlut í Landsbanka Íslands. Kaupin voru fjármögnuð með 3 milljarða króna láni frá Kaupþingbanka.
Árið 2000 fjárfesti Björgólfur í gegnum Samson í félaginu Pharmaco[6] og árið 2002 keypti Samson einnig lyfjafyrirtækið Delta og sameinaði það Pharmaco undir nafninu Actavis.[7]
Einnig keypti Björgólfur Thor, í gegnum nokkra milliliði, stóran hlut í Eimskipafélagi Íslands árið 2003. Landsbankinn eignaðist líka fjárfestingabankann Burðarás og sameinaði hann fjárfestingafélaginu Straumi, undir nafninu Straumur-Burðarás.
Björgólfur Thor var einnig mjög virkur á fjarskiptamörkuðum, sérstaklega í Austur-Evrópu, og átti m.a. stóran hlut í símafyrirtækinu Novator í Búlgaríu. Fyrirtæki hans, Novator, Nova stundaði einnig fjarskiptaþjónustufyrirtæki á Íslandi.
Bankahrunið
[breyta | breyta frumkóða]Í kjölfar bankahrunsins var Landsbankinn ríkisvæddur og skömmu seinna varð eignarhaldsfélag Björgólfs, Samson gjaldþrota.[8] Félag hans Novator Pharma hefur einnig staðið í ströngu vegna láns frá Deutsche Bank sem hljóðar uppá 700 milljarða króna. Lánið var gert upp við söluna á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson í apríl 2012.[9]
Í júlí óskuðu Björgólfsfeðgar eftir því að felldir yrðu niður 3 af 6 milljörðum af láni sem þeir höfðu fengið hjá Búnaðarbankanum til kaupa á Landsbankanum,[10] þeirri beiðni var hafnað. Stöð 2 flutti frétt um að 12 milljarðar króna voru fluttar úr félögunum Samson ehf og Straum-Burðarás inn á um eitt hundrað reikninga á skattaskjólseyjum m.a. Caymaneyja.[11] Björgólfur neitaði þessu og í maí 2010 dró Stöð 2 frétt sína til baka [12].
Í kjölfar bankahrunsins blossaði upp mikil reiði í garð auðmannsins, og hafa skemmdarverk verið unnin m.a. á húsnæði í hans eigu og Hummer-bifreið sem hann er skráður fyrir.[13]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Björgólfur féll þá á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir“. Vísir.is. 6. mars 2008.
- ↑ „701 Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson - The World's Billionaires 2009 - Forbes.com“. 3. nóvember 2009.
- ↑ Dansleikir á Hótel Borg hefjast á ný; grein í Morgunblaðinu 1991
- ↑ Tunglið; auglýsing í Morgunblaðinu 1992
- ↑ Uppsetning verksmiðju Gosans í Rússlandi gengur vel; grein í Morgunblaðinu 1993
- ↑ „Í miðju mikilla breytinga í viðskiptalífinu“. 5. febrúar 2004.
- ↑ „Actavis Group - Milestones“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2009. Sótt 26. ágúst 2009.
- ↑ „Samson gjaldþrota“. 12. nóvember 2008.
- ↑ „Viðskiptablaðið - Watson kaupir Actavis“. Viðskiptablaðið. 25. apríl 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2012.
- ↑ „Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða“. 7. júlí 2009.
- ↑ „Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun“. 27. júlí 2009.
- ↑ „Leiðrétting á frétt um fjármagnsflutninga“.
- ↑ „Þöktu Hummer Björgólfs Thors með rauðri málningu“. 23. ágúst 2009.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Einkaheimasíða Björgólfs
- Heimasíða Actavis Geymt 28 febrúar 2001 í Wayback Machine
- Fréttir frá Burðarási
- Heimasíða Straums-Burðaráss Geymt 2 apríl 2006 í Wayback Machine
- Heimasíða Novator
- Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims; af mbl.is 2007
- Sanitas-appelsín í rússneskar verslanir; grein í Morgunblaðinu 1994[óvirkur tengill]
- Góðir möguleikar ef rétt er á haldið; grein í Morgunblaðinu 1996[óvirkur tengill]
- Deutsche Bank telur sameiningu borga sig; af Vísi.is
- Margar flugvélar á lofti; af Mbl.is 2006
- Leyndarmál Björgólfs; af DV.is 2008
Erlendir
- Meet the tycoon who's buying Bulgaria's BTC Geymt 29 september 2007 í Wayback Machine, grein um Björgólf í The Sofia Echo
- Thor's Saga Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine, grein um Björgólf Thor í Forbes
- Forbes: Upplýsingar um Björgólf 2005
- Forbes: Upplýsingar um Björgólf 2007
- Frétt Yahoo um Actavis