Nova

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nova
Nova 2007 logo.svg
Rekstrarform Dótturfyrirtæki, Einkahlutafélag
Stofnað 2007
Staðsetning Reykjavík, Akureyri, Selfossi
Lykilmenn Liv Bergþórsdóttir, Framkvæmdastjóri
Starfsemi Fjarskiptafélag
Vefsíða www.nova.is/

Nova er íslenskt fjarskiptafyrirtæki sem hóf störf 1. desember 2007. Nova ehf. var stofnað í maí 2006 . Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja. Nova á og rekur eigið 3G /4G farsíma- og netkerfi á landsvísu. Nova er stærsta farsímafyrirtæki á Íslandi með 34% markaðshlutdeild á árinu 2015 skv. Póst- og fjarskiptastofnun.

Nova hlaut viðurkenninguna 'Markaðsfyrirtæki ársins' árin 2009 og 2014.

Dreifikerfi[breyta | breyta frumkóða]

Nova rekur eigið 3G og 4G farsíma- og netkerfi sem nær til um 95% landsmanna. En einnig eru Vodafone og Nova með samning um samnýtingu farsímakerfa hvors annars. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.[1] Í lok árs 2011 voru notendur orðnir 100.000 þúsund.[2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2013.
  2. „Nova sækir um GSM-leyfi“. mbl.is. Sótt 19. nóvember 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]