Nova

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nova
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 2007
Staðsetning Reykjavík, Akureyri, Selfossi
Lykilpersónur Margrét Tryggvadóttir, Forstjóri
Starfsemi Fjarskiptafélag
Vefsíða www.nova.is

Nova var stofnað í maí 2006. Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja og þann 10. október 2017 setti félagið fyrstu 4.5G sendana í loftið. Nova á og rekur eigið 4G/4.5G farsíma- og netkerfi á landsvísu. Í febrúar 2019 hóf Nova prófanir á fyrsta 5G sendinum á Íslandi og í maí 2020 fór Nova í loftið með 5G farsíma- og netþjónustu. Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða.[1]

Dreifikerfi[breyta | breyta frumkóða]

Nova rekur eigið 3G og 4G farsíma- og netkerfi sem nær til um 95% landsmanna. En einnig eru Vodafone og Nova með samning um samnýtingu farsímakerfa hvort annars. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.[2] Í lok árs 2011 voru notendur orðnir 100.000 þúsund.[3]

Auglýsingaherferðir[breyta | breyta frumkóða]

Nova hefur framleitt margar auglýsingar sem hafa vakið umræðu. Árið 2020 komu þau með nýja herferð með slagorðinu "Allir úr" sem sýndi fjölmargt nakið fólk með snjallúrum að gera venjulega hluti eins og að labba, synda og dansa.[4] Skilaboðin voru að ef þú notaðir snjallúr gætir þú skilið símann eftir heima, sem getur hjálpað með andlega heilsu.[5] Þau vildu líka tala um líkamsvirðingu, þau segja að við erum "af öllum mögulegum stærðum og gerðum" og það er ekkert til að skammast sín um.[5] Auglýsingin var deild á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem það fékk 30.000 læks og 3.000 ummæli, henni var líka deilt á Vimeo þar sem það fékk 730 þúsund áhorf.[6]

Árið 2023 kom Nova með nýja herferð með slagorðinu "Elskum öll" sem sýndi mörg pör af mörgum mismunandi kynhneigðum, kynvitundum, kynþáttum og hæfileikum kissandi, hvetjandi til að elska alla óháð kynhneigð, kynvitund og kynþætti.[7] Lagið sem spilar í bakgrunninum er lagið Þú fullkomnar mig eftir Sálin hans Jóns míns og spilað af Björtum sveiflum.[7]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fyrirtækið“. Nova. Sótt 19. ágúst 2020.
  2. „Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2013.
  3. „Nova sækir um GSM-leyfi“. mbl.is. Sótt 19. nóvember 2013.
  4. Stefánsson, Jón Þór (4. nóvember 2020). „Nóg af nekt hjá Nova: Sjáðu auglýsinguna sem allir eru að tala um -„Verður umtalaðasta auglýsing sögunnar". DV. Sótt 12. október 2023.
  5. 5,0 5,1 Daðason, Kolbeinn Tumi (11. maí 2020). „Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu“. Vísir. Sótt 12. október 2023.
  6. Þorláksson, Máni Snær (5. nóvember 2020). „Íslenska nektin vekur heimsathygli – „Ég elska þessa auglýsingu" – „Íslendingum er alveg sama um nekt". DV. Sótt 12. október 2023.
  7. 7,0 7,1 Karlsson, Ari Páll (5. mars 2023). „Margir ráku upp stór augu“. Morgunblaðið. Sótt 12. október 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]