Straumur-Burðarás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.
Straumur.png
Rekstrarform hlutafélag (OMX:STRB)
Stofnað 1986 (undir nafninu Hlutabréfasjóðurinn hf.)
Staðsetning Borgartúni 25
105 Reykjavík
Ísland
Lykilmenn William Fall, forstjóri
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður
Starfsemi Bankastarfsemi
Starfsmenn 500
Vefsíða www.straumur.com

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. (Straumur) (OMX: STRB[óvirkur tengill]) er íslenskur fjárfestingarbanki, sem varð til við samruna fyrirtækjanna Burðaráss og Straums. Nú teygir Straumur anga sína til tíu landa, sem innihalda meðal annars Bretland, Danmörku, Svíþjóð, Finnland og Tékkland og er sjötta stærsta fyrirtækið í íslensku Kauphöllinni.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1914 var Eimskipafélag Íslands stofnað. Félagið sá um skiparekstur milli Íslands og útlanda. Árið 1989 var Burðarás stofnað og sá um fjárfestingar Eimskipafélagsins í öðrum rekstri. Þremur árum síðar var Eimskipafélaginu skipt upp í þrjár sjálfstæðar einingar, eina til að sjá um fiskveiðimál, aðra til að sjá um flutninga, bæði á sjó og landi en sú þriðja átti að sjá um fjárfestingar. Þannig varð Burðarás að dótturfélagi Eimskipa. Árið 2002 eignaðist Landsbanki Íslands meirihluta í Eimskipum. Breytingar urðu þá á félaginu. Fyrst var útgerðin, sem bættist við Eimskipafélagið árið 1999 við yfirtöku á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum, seld frá félaginu. Burðarás var síðan gert að móðurfélagi. Að lokum var skipareksturinn seldur frá Burðarási árið 2005.

Fjárfestingarfélagið Straumur var stofnað árið 2001 upp úr Hlutabréfasjóðnum og VÍB. Straumur keypti í framhaldi af því Brú fjárfestingar og fjárfestingabankann Framtak og fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004.

Í ágúst 2005 var ákveðið í framhaldi af stjórnarfundum Burðaráss, Straums, Eimskipafélags Íslands og Landsbanka Íslands að sameina Straum og Burðarás. Úr þessu varð stofnun Straums-Burðaráss í október 2005, stærsta fjárfestingarbanka á Íslandi.

Höfuðstöðvar Straums eru í Borgartúni 25, Reykjavík.

Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9.Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslands.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]