Skeljungur
Skeljungur hf. | |
Rekstrarform | Almenningshlutafélag |
---|---|
Slagorð | Traustur félagi |
Stofnað | 14. janúar 1928 |
Staðsetning | Borgartún 26 Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri |
Starfsemi | Olíusala |
Tekjur | 41,2 milljarðar króna (2020) |
Starfsfólk | 408 |
Vefsíða | www.skeljungur.is |
Skeljungur (áður Shell á Íslandi) var stofnað þann 14. janúar árið 1928[1] sem íslenskt olíufélag í sameiginlegri eigu Íslendinga og Hollendinga.
Björgúlfur Ólafsson, læknir og stofnandi ÍBV í Vestmannaeyjum, hafði starfað sem herlæknir fyrir hollenska herinn í Suðaustur-asíu. Hann sneri aftur til Íslands árið 1926 og stofnaði Shell á Íslandi í slagtogi við hollenska olíufélagið Shell ásamt stórkaupmönnunum Gísla J. Johnsen, Hallgrími Benedikssyni og Hallgrími Tulinius sem og Magnúsi Guðmundssyni þáverandi þingmanni Íhaldsflokksins.[2]
Skeljungur er skráður í Kauphöll Íslands sem SKEL. Félagið selur eldsneyti í lausasölu á rúmlega 60 bensínstöðvum undir vörumerki Orkunnar. Einnig selur fyrirtækið olíu og bensín til fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka.
Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Skeljungur, Orkan, Shell á Íslandi og Sprettur – áburður. Samkeppniseftirlitið mat markaðshlutdeild Skeljungs á bilinu 30-35% árið 2008.[3]
Skeljungur var árið 2004 dæmt til að greiða 1,1 milljarð í sekt vegna ólöglegs verðsamráðs við önnur olíufélög en sektin var lækkuð í 450 milljónir eftir áfrýjun.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://timarit.is/page/6266155?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/%22shell%20á%20%C3%ADslandi%22
- ↑ https://timarit.is/page/1176052?iabr=on#page/n4/mode/2up/search/bj%C3%B6rg%C3%BAlfur%20shell
- ↑ Öflug uppbygging - Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, 27. nóvember 2008 Skýrsla nr. 2/2008 Samkeppniseftirlitið, bls 92