Bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fyrstu formlegu bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fóru fram 1. júní 1908. Fram til ársins 1930 fóru bæjarstjórnarkosningar yfirleitt fram á tveggja ára fresti og var kosið um tvo til fjóra bæjarfulltrúa í hvert skipti. Tveir til fjórir bæjarfulltrúar þurftu þá að víkja sæti fyrir hverjar kosningar, en máttu bjóða sig fram aftur. Frá og með 1930 hafa bæjarstjórnarkosningar farið fram á fjögurra ára fresti og hefur þá verið kosið um alla bæjarfulltrúa til fjögurra ára í senn. Í upphafi voru bæjarfulltrúar kosnir úr hópi kaupmanna og atvinnurekenda í Hafnarfirði og stuðningsmanna þeirra. Árið 1914 bauð Verkamannafélagið Hlíf fram lista fyrir bæjarstjórnarkosningar og myndaðist þá fyrsti vísir af flokkaskiptingu í bænum.

1908[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Böðvar Böðvarsson
Guðmundur Helgason
Jón Gunnarsson
Kristinn Vigfússon
Sigfús Bergmann
Sigurgeir Gíslason
Þórður Edílonsson

Í lok febrúar 1908 fór fram prófkjör til að ákveða hverjir skyldu veljast til setu í bæjarstjórn. Prófkjörið fór þannig fram að fjölmennustu félög bæjarins kusu sér fulltrúa til að setja saman framboðslista. Þessir fulltrúar, sem samtals voru 11, létu prenta atkvæðaseðla með nöfnum nokkurra manna sem þóttu líklegir til að ná kjöri. Kjósendur í félögunum völdu síðan sjö manns af listunum, jafnmarga og fjölda bæjarfulltrúa, en einnig var heimilt að bæta nýjum nöfnum á atkvæðaseðilinn. Þegar úrslit prófkjörsins urðu ljós, komust fulltrúarnir ellefu að þeirri niðurstöðu að eftirtaldir skyldu veljast í bæjarstjórn:

 • Páll Einarsson, sýslumaður
 • Guðmundur Helgason, skrifari
 • Böðvar Böðvarsson, bakari
 • Sigurgeir Gíslason, verkstjóri
 • Jón Gunnarsson, verslunarstjóri
 • Kristinn Vigfússon, trésmiður
 • Sigfús Bergmann, verslunarstjóri

Sem varabæjarfulltrúar voru valdir

 • Þórður Edílonsson, héraðslæknir
 • Jón Mathiesen, verslunarmaður,
 • August Flygenring, kaupmaður
 • Jóhannes J. Reykdal, verksmiðjueigandi

Í kosningunum 1. júní var aðeins þessi eini listi í boði, með þeirri breytingu að Þórður Edílonsson kom inn í stað Páls Einarssonar, sem skömmu áður hafði verið skipaður borgarstjóri Reykjavíkur. Af rúmlega 400 manns sem voru á kjörskrá mættu aðeins 25 á kjörstað og greiddu allir þessum lista atkvæði. Félög í Hafnarfirði urðu öll ásátt um sameiginlegan framboðslista og því má segja að hinar raunverulegu bæjarstjórnarkosningar hafi verið prófkjörið sem fór fram í lok febrúar, kosningarnar 1. júní hafi aðeins verið formsatriði.[1]
Fyrsti bæjarstjóri Hafnarfjarðar telst vera Páll Einarsson, þó að hann hafi aðeins gegnt embættinu í nokkra daga, en hann var skipaður bæjarfógeti í Hafnarfirði 28. mars 1908. Þá var venja að bæjarfógetar í kaupstöðum (annars staðar en í Reykjavík) væru jafnframt bæjarstjórar þar. Eftir að Páll Einarsson lét af störfum bæjarstjóra og fram til 1930 voru eftirtaldir bæjarstjórar starfandi:

 • Magnús Sigurðsson (10. júní - 31. október 1908)
 • Jón Hermannsson (1. nóvember 1908 - 31. mars 1909)
 • Magnús Jónsson (1. apríl 1909 - 31. janúar 1930)

Árið 1930 var horfið frá því fyrirkomulagi að bæjarfógeti væri jafnframt bæjarstjóri.[2]

1909[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
August Flygenring
Böðvar Böðvarsson
Guðmundur Helgason
Kristinn Vigfússon
Sigfús Bergmann
Sigurgeir Gíslason
Þórður Edílonsson

23. nóvember 1909 sagði Jón Gunnarsson sig úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar vegna flutnings úr bænum. Annar fulltrúi var kosinn í hans stað 3. desember sama ár og urðu úrslit kosninganna þessi:

Listi Fulltrúi Atkvæði
A August Flygenring 129
B Jón Hinriksson 45
C Jón Jónasson 7

Ógild atkvæði voru 19. Á kjörskrá voru rúmlega 480 manns.[3]

1910[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
August Flygenring
Böðvar Böðvarsson
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Kristinn Vigfússon
Sigfús Bergmann
Þórður Edílonsson

Á fundi bæjarstjórnar í desember 1909 var varpað hlutkesti um það hverjir skyldu ganga úr bæjarstjórn samkvæmt lögum um Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það kom í hlut þeirra Sigfúsar Bergmanns og Sigurgeirs Gíslasonar að víkja. 3. janúar 1910 var kosið um tvo nýja bæjarfulltrúa og féllu atkvæði þannig:

Listi Fulltrúar Fjöldi atkvæða
A Einar Þorgilsson og Sigfús Bergmann 152
B Sigurður Bjarnason og Sigfús Bergmann 20
C Sigfús Bergmann og Einar Þorgilsson 28
D Sigurgeir Gíslason og Sigurður Bjarnason 20

Ógild atkvæði voru 23, greidd atkvæði voru 239.
Kristinn Vigfússon sagði sig úr bæjarstjórn 10. september 1910 vegna heilsubrests. Í stað hans var kosið um nýjan fulltrúa 11. október sama ár. Eini frambjóðandinn var Sigurgeir Gíslason og var hann kosinn með öllum atkvæðum.[4]

1912[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
August Flygenring
Böðvar Böðvarsson
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Sigfús Bergmann
Sigurgeir Gíslason
Þórður Edílonsson
Frá 9. febrúar:
Elías Halldórsson
Sigurður Bjarnason

Í árslok 1911 var ákveðið að Sigurgeir Gíslason og Einar Þorgilsson skyldu ganga úr bæjarstjórninni. Við bæjarstjórnarkosningar 8. janúar 1912 voru 3 listar í framboði og féllu atkvæði þannig:

Listi Fulltrúar Atkvæði
A Þórður Edílonsson og Sigurður Bjarnason 47
B Sigurður Bjarnason og Sigurgeir Gíslason 16
C Sigurgeir Gíslason og Sigurður Kristjánsson 54

Ógild atkvæði voru 28. Kosningu hlutu Þórður Edílonsson og Sigurgeir Gíslason
21. janúar 1912 var samþykkt að fjölga bæjarfulltrúum um tvo, þannig að þeir yrðu níu í stað sjö. Þann 9. febrúar sama ár var kosið um tvo bæjarfulltrúa í viðbót við þá sem fyrir sátu og urðu úrslit kosninganna þessi:

Listi Fulltrúar Atkvæði
A Elías Halldórsson og Ísak Bjarnason 45
B Eyjólfur Illugason og Magnús Jóhannesson 30
C Magnús Jónsson og Ísak Bjarnason 15
D Sigurður Bjarnason og Steingrímur Torfason 67

Kosningu hlutu Elías Halldórsson og Sigurður Bjarnason[5]

1914[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Magnús Jóhannesson
August Flygenring
Einar Þorgilsson
Elías Halldórsson
Guðmundur Helgason
Sigfús Bergmann
Sigurður Bjarnason
Sigurgeir Gíslason
Þórður Edílonsson


Í lok ársins 1913 gengu August Flygenring, Böðvar Böðvarsson og Guðmundur Helgason úr bæjarstjórninni. Kosningar fóru fram 20. janúar 1914. Verkamannafélagið Hlíf bauð fram lista við bæjarstjórnarkosningar í fyrsta skipti. Reglur um framboð á þessum árum voru mjög frjálslegar og því var hægt að setja menn á framboðslista án samþykkis þeirra. Þess vegna var Guðmundur Helgason á báðum listunum sem í framboði voru. Atkvæði í kosningunum féllu þannig:

Listi Fulltrúar Atkvæði
A - Verkamannafélagið Hlíf Guðmundur Helgason, Sigurður Kristjánsson og Magnús Jóhannesson 49
B August Flygenring, Guðmundur Helgason og Ólafur V. Davíðsson 79

Kosningu hlutu August Flygenring, Guðmundur Helgason og Magnús Jóhannesson.[6]

1916[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Magnús Jóhannesson
Pétur V. Snæland
Sveinn Auðunsson
August Flygenring
Elías Halldórsson
Guðmundur Helgason
Sigurgeir Gíslason
Þórarinn Böðvarsson
Þórður Edílonsson

Í janúar 1916 voru kosnir þrír bæjarfulltrúar. Einn í stað Sigurðar Bjarnasonar, sem lést 26. maí 1915 og tveir í stað Einars Þorgilssonar og Sigfúsar Bergman. 4. janúar var kosið um bæjarfulltrúa til tveggja ára í stað Sigurðar Bjarnasonar og féllu atkvæðin þannig:

Listi Fulltrúi Atkvæði
A Sigurður Kristjánsson 36
B Þórarinn Böðvarsson 81
C - Verkamannafélagið Hlíf Guðmundur Jónasson 57

Atkvæði greiddu 179, ógild atkvæði voru 5.
7. janúar var kosið um tvo bæjarfulltrúa til sex ára í stað Einars Þorgilssonar og Sigfúsar Bergman. þrír listar voru í framboði. Atkvæði féllu svo:

Listi Fulltrúar Atkvæði
A - Verkamannafélagið Hlíf Sveinn Auðunsson og Pétur V. Snæland 204
B Ólafur V. Davíðsson og Þórarinn Egilsson 46
C Þórarinn Egilsson og Steingrímur Torfason 41

Ógild atkvæði voru 16.
Kosningu hlutu Sveinn Auðunsson og Pétur V. Snæland.[7]

1918[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Davíð Krisjánsson
Gísli Kristjánsson
Magnús Jóhannesson
Pétur V. Snæland
Sveinn Auðunsson
August Flygenring
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Þórður Edílonsson

Í byrjun ársins 1918 gengu Elías Halldórsson, Sigurgeir Gíslason, Þórarinn Böðvarsson og Þórður Edílonsson úr bæjarstjórn. 12. janúar var kosið um eftirmenn þeirra og féllu atkvæði þannig:

Listi Fulltrúi Atkvæði
A Sigfús Bergmann 36
B Einar Þorgilsson 135
C - Verkamannafélagið Hlíf Davíð Kristjánsson og Gísli Kristjánsson 142
D Þórður Edílonsson 93
E Sigurgeir Gíslason 21

Alls voru greidd 439 atkvæði. Ógild atkvæði voru 12
Kosningu hlutu Einar Þorgilsson, Davíð Kristjánsson, Gísli Kristjánsson og Þórður Edílonsson.
Þó að fulltrúar Hlífar hafi verið fimm að loknum þessum kosningum þýðir það ekki að Hlíf hafi haft meirihluta í bæjarstjórninni. Flokkaskipting var ekki orðin eins skýr og hún varð síðar. Auk þess hafði Pétur V. Snæland aldrei verið í félaginu.[8]

1920[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Davíð Kristjánsson
Gísli Kristjánsson
Pétur V. Snæland
Sveinn Auðunsson
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Sigurgeir Gíslason
Steingrímur Torfason
Þórður Edílonsson

August Flygenring, Guðmundur Helgason og Magnús Jóhannesson gengu úr bæjarstjórn fyrir kosningar 12. janúar 1920. Tveir listar voru í framboði og urðu úrslitin sem hér segir: [9]

Listi Atkvæði Fjöldi fulltrúa
A 202 3
B - Verkamannafélagið Hlíf 68 0

Atkvæði greiddu 289, þar af voru 19 ógild.
Kosningu hlutu Guðmundur Helgason, Sigurgeir Gíslason og Steingrímur Torfason.[10]

1922[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Davíð Kristjánsson
Gísli Kristjánsson
Gunnlaugur Kristmundsson
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Ólafur Böðvarsson
Sigurgeir Gíslason
Steingrímur Torfason
Þórður Edílonsson

Í byrjun ársins 1922 gengu Pétur V. Snæland og Sveinn Auðunsson úr bæjarstjórninni. Kosningar um fulltrúa í þeirra stað fóru þannig:

Listi Fulltrúar Atkvæði
A Ólafur Böðvarsson 122
B - Verkamannafélagið Hlíf Gunnlaugur Kristmundsson og Guðmundur Jónasson 243
C Ólafur Þórðarson 84
D Pétur V. Snæland 56
E Sveinn Auðunsson 31

Greidd voru 555 atkvæði, þar af voru 19 ógild.
Kosningu hlutu Pétur V. Snæland og Sveinn Auðunsson.
Þessar kosningar voru dæmdar ógildar, vegna þess að kjósanda sem var á kjörskrá var meinað að greiða atkvæði. Því var kosið á ný 15. febrúar. Þá voru tveir listar í boði, A-listi og B-listi Hlífar og urðu úrslit kosninganna þessi:

Listi Atkvæði Fulltrúar
A 344 1
B - Verkamannafélagið Hlíf 357 1

Greidd voru 711 atkvæði, 11 voru ógild.
Kosningu hlutu Ólafur Böðvarsson (A) og Gunnlaugur Kristmundsson (B)[11]

1923[breyta | breyta frumkóða]

Kjörnir bæjarfulltrúar
Bjarni Snæbjörnsson
Davíð Kristjánsson
Gísli Kristjánsson
Gunnlaugur Kristmundsson
Einar Þorgilsson
Guðmundur Helgason
Ólafur Böðvarsson
Sigurgeir Gíslason
Þórður Edílonsson

Steingrímur Torfason lét af störfum í bæjarstjórninni 2. október 1923. Kosningar um eftirmann hans voru haldnar 15. október. Í þessum kosningum bauð Borgaraflokkurinn fram mann, en flokkurinn tók þátt í alþingiskosningum þetta sama haust. Í bæjarstjórnarkosningunum féllu atkvæðin þannig:

Listi Flokkur Fulltrúi Atkvæði
A Borgaraflokkurinn Bjarni Snæbjörnsson 397
B Verkamannafélagið Hlíf Guðmundur Jónasson 390

Atkvæði greiddu 792, ógild atkvæði voru 5.
Á kjörskrá voru 1030 manns.[12]

1924[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
Borgarafl. August Flygenring
Borgarafl. Jón Einarsson
VMF Hlíf Davíð Kristjánsson
VMF Hlíf Guðmundur Jónasson
VMF Hlíf Gunnlaugur Kristmundsson
Íhaldsfl. Bjarni Snæbjörnsson
Íhaldsfl. Guðmundur Helgason
Íhaldsfl. Sigurgeir Gíslason
Ólafur Böðvarsson

Í byrjun ársins 1924 gengu Davíð Kristjánsson, Gísli Kristjánsson, Einar Þorgilsson og Þórður Edílonsson úr bæjarstjórninni. Í þeirra stað voru kosnir fulltrúar þann 12. janúar. Í framboði voru tveir listar: Verkamannafélagið Hlíf og Borgaraflokkurinn. Úrslit kosninganna urðu eftirfarandi:

Listi Flokkur Atkvæði Fulltrúar
A Verkamannafélagið Hlíf 324 2
B Borgaraflokkurinn 427 2

Bæjarfulltrúar urðu þeir Davíð Kristjánsson (A), Guðmundur Jónasson (A), August Flygenring (B) og Jón Einarsson (B).
Þetta voru síðustu kosningarnar þar sem Verkamannafélagið Hlíf bauð fram lista. Við Verkamannafélaginu í þessum málefnum tók fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og Alþýðuflokksins, sem þá hafði nýlega verið stofnað í Hafnarfirði. Þessar kosningar voru einnig sögulegar að því leyti að lengi vel upp frá þessu tókust tvö öfl á um völdin í bænum: Alþýðuflokkurinn og Borgaraflokkurinn (sem síðar varð að Íhaldsflokknum, og enn síðar að Sjálfstæðisflokknum).[13]

1926[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Björn Jóhannesson
Alþ. Davíð Kristjánsson
Alþ. Guðmundur Jónasson
Alþ. Gunnlaugur Kristmundsson
Alþ. Kjartan Ólafsson
Alþ. Þorvaldur Árnason
Borgarafl. Jón Einarsson
Íhaldsfl. Ásgrímur M. Sigfússon
Íhaldsfl. Ólafur Böðvarsson

August Flygenring fékk lausn frá störfum í bæjarstjórn 8. desember 1925, vegna heilsubrests. Ákveðið var að kosning bæjarfulltrúa í hans stað færi fram samhliða bæjarstjórnarkosningum í janúar 1926. Þá gengu Bjarni Snæbjörnsson, Guðmundur Helgason og Sigurgeir Gíslason úr bæjarstjórninni, alllir úr Íhaldsflokknum. Kosningarnar fóru fram 16. janúar.
Í stað Augusts Flygenrings var kosinn bæjarfulltrúi til fjögurra ára. Þar voru í framboði tveir listar og urðu úrslitin eftirfarandi:

Listi Flokkur Fulltrúi Atkvæði
A Alþýðuflokkurinn Kjartan Ólafsson 527
B Íhaldsflokkurinn Bjarni Snæbjörnsson 388

Þrjá fulltrúa átti að kjósa til sex ára. Þar voru einnig A-listi Alþýðuflokksins og B-listi Íhaldsflokksins í framboði.
A-listinn var afturkallaður á síðustu stundu, tveimur dögum fyrir kosningar, en var svo endurnýjaður skömmu síðar. Úrslit kosninganna urðu þessi:

Listi Flokkur Atkvæði Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 547 2
B Íhaldsflokkurinn 359 1

Bæjarfulltrúar urðu Björn Jóhannesson (A), Þorvaldur Árnason (A) og Ásgrímur M. Sigfússon (B).
Þessar kosningar urðu upphafið að 28 ára samfelldum meirihluta Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.[14]

1928[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Björn Jóhannesson
Alþ. Davíð Kristjánsson
Alþ. Guðmundur Jónasson
Alþ. Gunnlaugur Kristmundsson
Alþ. Kjartan Ólafsson
Alþ. Þorvaldur Árnason
Borgarafl. Jón Einarsson
Íhaldsfl. Ásgrímur M. Sigfússon
Íhaldsfl. Helgi Guðmundsson

Í ársbyrjun 1928 gengu Gunnlaugur Kristmundsson og Ólafur Böðvarsson úr bæjarstjórninni.
Bæjarstjórnarkosningar áttu að fara fram 21. janúar. Alþýðuflokkurinn og Íhaldsflokkurinn ákváðu hins vegar að bjóða fram sameiginlegan lista, sem á voru Gunnlaugur Kristmundsson (Alþýðuflokki) og Helgi Guðmundsson (Íhaldsflokki). Þar sem sýnt þótti að flokkarnir fengju hvor sinn fulltrúa var ákveðið að aflýsa kosningunum. Enginn annar listi bauð fram og voru Gunnlaugur og Helgi því sjálfkjörnir, án þess að kosningar færu fram.[15]

1930[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Davíð Kristjánsson
A Kjartan Ólafsson
A Björn Jóhannesson
A Þorvaldur Árnason
A Gísli Kristjánsson
B Ásgrímur M. Sigfússon
B Helgi Guðmundsson
B Þorleifur Jónsson
B Björn Þorsteinsson

Árið 1930 var kosið í fyrsta skipti samkvæmt nýjum lögum um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, sem höfðu verið samþykkt á alþingi 1929. Nú voru bæjarfulltrúar kosnir til fjögurra ára, allir í einu, en ekki tveir til fjórir í hvert skipti. Einnig komu til sögunnar varabæjarfulltrúar, sem tóku sæti í bæjarstjórn í forföllum aðalbæjarfulltrúa. Einnig var horfið frá því fyrirkomulagi að bæjarfógeti væri jafnframt bæjarstjóri. Enn eitt nýmælið var að nú skyldi bæjarstjórn kjósa sér forseta, sem stjórnaði umræðum á bæjarstjórnarfundum.
Kosningarnar fóru fram 18. janúar 1930 og urðu úrslitin eftirfarandi: [16]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 772 54,8 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 636 45,2 4

Greidd atkvæði voru 1432, þar af voru 24 atkvæði ógild.

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar, 28. janúar, var Björn Jóhannesson kosinn forseti bæjarstjórnar. Emil Jónsson var kosinn bæjarstjóri og Davíð Kristjánsson varabæjarstjóri.
Þorvaldur Árnason óskaði eftir lausn frá bæjarfulltrúastarfinu 22. febrúar 1930. Emil Jónsson tók sæti hans, en hann hafði verið fyrsti varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.
Helgi Guðmundsson sagði sig úr bæjarstjórn vegna flutnings úr bænum í upphafi ársins 1931. Sæti hans tók Bjarni Snæbjörnsson.[17]

1934[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Davíð Kristjánsson
A Björn Jóhannesson
A Guðmundur Jónasson
A Guðmundur Gissurarson
A Emil Jónsson
B Bjarni Snæbjörnsson
B Þorleifur Jónsson
B Loftur Bjarnason
B Ólafur Þórðarson

Kosningar fóru fram 12. janúar 1934. [18]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 990 53,5 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 823 44,4 4
C Kommúnistaflokkur Íslands 39 2,1 0

2009 manns voru á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1871, þar af voru 19 ógild.
Bæjarstjóri varð Emil Jónsson og forseti bæjarstjórnar var Björn Jóhannesson. Guðmundur Jónasson varð varabæjarstjóri.
Davíð Kristjánsson tók við sem forseti bæjarstjórnar í janúar 1936, en Björn Jóhannesson gat ekki sinnt störfum vegna veikinda. Við sæti hans í bæjarstjórn tók Magnús Kjartansson.
Emil Jónsson lét af embætti bæjarstjóra 1. maí 1937, en sat þó áfram í bæjarstjórninni. Á sama tíma fékk Guðmundur Jónasson lausn frá starfi varabæjarstjóra. Sem varabæjarstjóri í hans stað var kosinn Guðmundur Gissurarson og sinnti hann störfum bæjarstjóra út kjörtímabilið.
Ólafur Þórðarson sagði sig úr bæjarstjórninni 15. desember 1937 og tók Sigurgeir Gíslason sæti hans.[19]

1938[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kjartan Ólafsson
A Björn Jóhannesson
A Guðmundur Gissurarson
A Ólafur Þ. Kristjánsson
A Emil Jónsson
B Þorleifur Jónsson
B Loftur Bjarnason
B Guðmundur Einarsson
B Stefán Jónsson

Kosið var 30. janúar 1938.[20]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn 983 50,4 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 969 49,6 4

Greidd atkvæði voru 1998, auðir og ógildir seðlar voru 36.
Björn Jóhannesson var kosinn forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjóri var kosinn Friðjón Skarphéðinsson. Hann tók þó ekki við embættinu fyrr en í júní 1938 og var Guðmundur Gissurarson bæjarstjóri þangað til.[21]

1942[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kjartan Ólafsson
A Björn Jóhannesson
A Guðmundur Gissurarson
A Ásgeir G. Stefánsson
A Emil Jónsson
B Þorleifur Jónsson
B Loftur Bjarnason
B Stefán Jónsson
B Hermann Guðmundsson

Kosningarnar fóru fram 25. janúar 1942. [22]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 987 51,9 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 785 41,3 4
C Óháðir verkamenn/Sósíalistaflokkurinn 129 6,8 0

Greidd atkvæði voru 1941, af þeim voru 40 seðlar auðir og ógildir.
Bæjarstjóri var Friðjón Skarphéðinsson. Hann lét af störfum í lok febrúar 1945 og var Eiríkur Pálsson ráðinn bæjarstjóri í stað hans, 1. mars 1945.
Hermann Guðmundsson sagði sig úr bæjarstjórn 20. október 1942 og sæti hans tók Bjarni Snæbjörnsson.[23]

1946[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kjartan Ólafsson
A Björn Jóhannesson
A Guðmundur Gissurarson
A Ásgeir G. Stefánsson
A Emil Jónsson
B Bjarni Snæbjörnsson
B Loftur Bjarnason
B Stefán Jónsson
C Kristján Andrésson

Sveitarstjórnarkosningar 1946 fóru fram 27. janúar.[24]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1187 53,0 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 773 34,5 3
C Sósíalistaflokkurinn 278 12,4 1

Atkvæði greiddu 2286. 48 atkvæði voru ógild.
Björn Jóhannesson varð forseti bæjarstjórnar og Eiríkur Pálsson var bæjarstjóri. Eiríkur lét af starfi bæjarstjóra 1. nóvember 1948. Guðmundur Gissurarson varð bæjarstjóri til ársloka 1948, en 1. janúar 1949 tók Helgi Hannesson við embættinu.
Bjarni Snæbjörnsson sagði sig úr bæjarstjórn 6. maí 1947 og tók Þorleifur Jónsson við sæti hans.[25]

1950[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Gissurarson
A Óskar Jónsson
A Ólafur Þ. Kristjánsson
A Stefán Gunnlaugsson
A Emil Jónsson
B Þorleifur Jónsson
B Stefán Jónsson
B Helgi S. Guðmundsson
C Kristján Andrésson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1950 fóru fram 29. janúar.[26]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1331 51,4 5
B Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 973 37,5 3
C Sósíalistaflokkurinn 285 11,0 1

Alls voru greidd 2642 atkvæði. 53 seðlar voru auðir og ógildir.
Helgi Hannesson var endurkjörinn bæjarstjóri og Guðmundur Gissurarson varð forseti bæjarstjórnar.
Þorleifur Jónsson sagði sig úr bæjarstjórn 6. janúar 1951 og tók Ingólfur Flygenring sæti hans.[27]

1954[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Gissurarson
A Óskar Jónsson
A Ólafur Þ. Kristjánsson
A Stefán Gunnlaugsson
C Kristján Andrésson
D Stefán Jónsson
D Helgi S. Guðmundsson
D Eggert Ísaksson
D Jón Gíslason

Sveitarstjórnarkosningarnar 1954 voru haldnar 31. janúar.[28]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1306 44,1 4
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 143 4,8 0
C Sósíalistaflokkurinn 266 9,0 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1247 42,1 4

Greidd atkvæði voru 3013, auðir og ógildir seðlar voru 51.
Framsóknarflokkurinn bauð fram lista í fyrsta sinn í Hafnarfirði, en hingað til hafði flokkurinn stutt Alþýðuflokkinn í bæjarmálunum. Meirihluti Alþýðuflokksins féll í þessum kosningum, en hann hafði verið óslitinn frá árinu 1926. Alþýðuflokkurinn myndaði þess vegna meirihluta með Sósíalistaflokknum. Stefán Gunnlaugsson var kjörinn bæjarstjóri og Geir Gunnarsson varabæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar var endurkjörinn Guðmundur Gissurarson.
Emil Jónsson tók bæjarfulltrúasæti Stefáns Gunnlaugssonar 2. mars 1954. Stefáni fannst ekki fara vel á því að vera bæði bæjarfulltrúi og bæjarstjóri.
Um tíma slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu vegna deilna Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins um rekstur Bæjarútgerðarinnar seint á árinu 1956. Þá hófust tilraunir um meirihlutamyndun - annars vegar milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og hins vegar milli Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks. Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn náðu hins vegar samkomulagi um Bæjarútgerðina og hófst meirihlutasamstarf þeirra að nýju.[29]

1958[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Gissurarson
A Þórunn Helgadóttir
A Kristinn Gunnarsson
A Árni Gunnlaugsson
D Stefán Jónsson
D Eggert Ísaksson
D Páll V. Daníelsson
D Elín Jósefsdóttir
G Kristján Andrésson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 voru haldnar 26. janúar.[30]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1320 40.7 4
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 203 6,3 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1360 41,9 4
G Alþýðubandalagið 362 11,2 1

Alls greiddu 3317 atkvæði. Auð og ógild atkvæði voru 72.

Þessar kosningar urðu sögulegar að því leyti að konur settust í fyrsta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið mynduðu meirihluta. Stefán Gunnlaugsson var áfram bæjarstjóri, Geir Gunnarsson varabæjarstjóri og Guðmundur Gissurarson var forseti bæjarstjórnar.
Guðmundur Gissurarson lést 6. júní 1958 og tók Emil Jónsson sæti hans í bæjarstjórn. Forseti bæjarstjórnar varð Kristinn Gunnarsson.
Frá 1959-1962 sat Þórður Þórðarson í bæjarstjórn í stað Emils Jónssonar, sem tók sér frí frá bæjarstjórnarstörfum vegna anna í ríkisstjórn og á Alþingi.[31]

1962[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kristinn Gunnarsson
A Þórður Þórðarson
A Vigfús Sigurðsson
B Jón Pálmason
D Stefán Jónsson
D Eggert Ísaksson
D Páll V. Daníelsson
D Elín Jósefsdóttir
G Kristján Andrésson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1962 voru haldnar 27. maí.[32]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1160 33,1 3
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 407 11,6 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1557 44,5 4
G Alþýðubandalagið 378 10,8 1

Alls voru greidd 3576 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 74.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta að loknum kosningunum.
Hafsteinn Baldvinsson var ráðinn bæjarstjóri og Stefán Jónsson var kosinn forseti bæjarstjórnar. Embætti varabæjarstjóra var lagt niður.
Í janúar 1963 slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Næstu mánuði var enginn ákveðinn meirihluti í bæjarstjórninni, en í júní 1963 mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur meirihluta, sem stóð út kjörtímabilið.[33]

1966[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kristinn Gunnarsson
A Hörður Zóphaníasson
D Stefán Jónsson
D Eggert Ísaksson
D Árni Grétar Finnsson
G Hjörleifur Gunnarsson
H Brynjólfur Þorbjarnarson
H Árni Gunnlaugsson
H Vilhjálmur G. Skúlason

Sveitarstjórnarkosningarnar 1966 fóru fram 22. maí.[34]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 900 23,5 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 326 8,5 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1286 33,5 3
G Alþýðubandalagið 336 8,8 1
H Félag óháðra borgara 988 25,8 3

Alls voru greidd 3899 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 63.
Í þessum kosningum kom fram nýtt stjórnmálaafl: Félag óháðra borgara, sem samanstóð af fólki úr öllum stjórnmálaflokkum og óflokksbundnu fólki. Helsti hvatinn að stofnun þess var óánægja með meirihlutasamstarf Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Árni Gunnlaugsson var kosinn forseti bæjarstjórnar og Kristinn Ó. Guðmundsson var ráðinn bæjarstjóri fyrst um sinn. Meirihlutamyndun gekk erfiðlega, en í september 1966 náðu Sjálfstæðisflokkurinn og Félag óháðra borgara samkomulagi um meirihlutasamstarf. Kristinn Ó. Guðmundsson var ráðinn bæjarstjóri út kjörtímabilið.
Kristinn Gunnarsson sagði sig úr bæjarstjórninni 27. júlí 1967 og settist Vigfús Sigurðsson í sæti hans.
Hörður Zóphaníasson var erlendis veturinn 1968-1969 og var Yngvi Rafn Baldvinsson í bæjarstjórninni þann vetur.
Stefán Jónsson var kosinn forseti bæjarstjórnar árið 1968.[35]

1970[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Hörður Zóphaníasson
A Stefán Gunnlaugsson
B Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
D Eggert Ísaksson
D Árni Grétar Finnsson
D Guðmundur Guðmundsson
D Stefán Jónsson
H Árni Gunnlaugsson
H Vilhjálmur G. Skúlason

Sveitarstjórnarkosningarnar 1970 voru haldnar 31. maí.[36]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1051 22,3 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 558 11,8 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1697 36,0 4
G Alþýðubandalagið 391 8,3 0
H Félag óháðra borgara 1019 21,6 2

Á kjörskrá voru 5285
Greidd atkvæði voru 4776, þar af voru 60 seðlar auðir og ógildir.
Alþýðuflokkurinn, Félag óháðra borgara og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta að loknum kosningunum.
Kristinn Ó. Guðmundsson var endurráðinn bæjarstjóri og Stefán Gunnlaugsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[37]

1974[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Kjartan Jóhannsson
A Haukur Helgason
B Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
D Árni Grétar Finnsson
D Guðmundur Guðmundsson
D Stefán Jónsson
D Einar Þ. Mathiesen
D Oliver Steinn Jóhannesson
G Ægir Sigurgeirsson
H Vilhjálmur G. Skúlason
H Árni Gunnlaugsson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1974 voru haldnar 26. maí.[38]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 908 16,4 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 699 12,6 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2264 41,0 5
G Alþýðubandalagið 533 9,6 1
H Félag óháðra borgara 1122 20,3 2

Á kjörskrá voru 6430.
Greidd atkvæði voru 5584. Auðir og ógildir seðlar voru 58.
Við þessar kosningar var bæjarfulltrúum fjölgað um tvo og urðu þeir nú ellefu í stað níu.
Sjálfstæðisflokkurinn og Félag óháðra borgara mynduðu meirihluta eftir kosningarnar.
Kristinn Ó. Guðmundsson var endurráðinn bæjarstjóri út kjörtímabilið. Stefán Jónsson varð forseti bæjarstjórnar.
Haukur Helgason sagði sig úr bæjarstjórninni 21. júní 1977 vegna flutnings úr bænum. Við sæti hans tók Guðríður Elíasdóttir.[39]

1978[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Hörður Zóphaníasson
A Jón Bergsson
B Markús Á. Einarsson
D Árni Grétar Finnsson
D Guðmundur Guðmundsson
D Einar Þ. Mathiesen
D Stefán Jónsson
G Ægir Sigurgeirsson
G Rannveig Traustadóttir
H Árni Gunnlaugsson
H Andrea Þórðardóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 1978 voru haldnar 28. maí.[40]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1274 21,3 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 491 8,2 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2153 36,1 4
G Alþýðubandalagið 888 14,9 2
H Félag óháðra borgara 1165 19,5 2

Á kjörskrá voru 7106.
Samtals voru greidd 6107 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 136.
Sjálfstæðisflokkur og Félag óháðra borgara héldu meirihlutasamstarfi sínu áfram.
Kristinn Ó. Guðmundsson var endurráðinn bæjarstjóri og Stefán Jónsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.
Kristinn Ó. Guðmundsson lét af starfi bæjarstjóra í júlí 1979 og var Einar Ingi Halldórsson ráðinn í hans stað. Hann tók við starfinu 15. júlí 1979.
Rannveig Traustadóttir var erlendis 1979-1981 og sat Þorbjörg Samúelsdóttir í bæjarstjórn í forföllum hennar.[41]

1982[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Hörður Zóphaníasson
A Guðmundur Árni Stefánsson
B Markús Á. Einarsson
D Árni Grétar Finnsson
D Sólveig Ágústsdóttir
D Einar Þ. Mathiesen
D Ellert Borgar Þorvaldsson
D Haraldur Sigurðsson
G Rannveig Traustadóttir
H Vilhjálmur G. Skúlason
H Andrea Þórðardóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 1982 voru haldnar 22. maí.[42]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 1336 20,9 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 621 9,7 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2391 37,5 5
G Alþýðubandalagið 796 12,5 1
H Félag óháðra borgara 1239 19,4 2

Á kjörskrá voru 7676.
Atkvæði greiddu 6571, þar af voru 188 seðlar auðir og ógildir.
Sjálfstæðisflokkurinn og Félag óháðra borgara héldu meirihlutasamstarfinu áfram.
Árni Grétar Finnsson var kosinn forseti bæjarstjórnar og Einar Ingi Halldórsson var ráðinn bæjarstjóri út kjörtímabilið.[43]

1986[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Árni Stefánsson
A Jóna Ósk Guðjónsdóttir
A Ingvar Viktorsson
A Tryggvi Harðarson
A Valgerður Guðmundsdóttir
D Árni Grétar Finnsson
D Sólveig Ágústsdóttir
D Hjördís Guðbjörnsdóttir
D Jóhann Bergþórsson
F Einar Th. Mathiesen
G Magnús Jón Árnason

Sveitarstjórnarkosningarnar 1986 voru haldnar 31. maí.[44]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 2583 35,3 5
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 363 5,0 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2355 32,1 4
F Frjálst framboð 519 7,1 1
G Alþýðubandalagið 783 10,7 1
H Félag óháðra borgara 281 3,8 0
M Flokkur mannsins 112 1,5 0
V Kvennalistinn 331 4,5 0

Á kjörskrá voru 8792.
Samtals voru greidd 7469 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 142.
Að þessum kosningum loknum hófu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið meirihlutasamstarf.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar þann 16. júní var Guðmundur Árni Stefánsson ráðinn bæjarstjóri. Jóna Ósk Guðjónsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar og varð hún þar með fyrsta konan til að gegna því embætti.[45]

1990[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Árni Stefánsson
A Jóna Ósk Guðjónsdóttir
A Ingvar Viktorsson
A Valgerður Guðmundsdóttir
A Tryggvi Harðarson
A Árni Hjörleifsson
D Jóhann Bergþórsson
D Ellert Borgar Þorvaldsson
D Þorgils Óttar Mathiesen
D Hjördís Guðbjörnsdóttir
G Magnús Jón Árnason

Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 voru haldnar 26. maí.[46]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 4042 48,0 6
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 453 5,4 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2950 35,0 4
G Alþýðubandalagið 978 11,6 1

Á kjörskrá voru 9963.
Greidd atkvæði voru 8530. Auðir og ógildir seðlar voru 107.
Alþýðuflokkurinn fékk hreinan meirihluta í þessum kosningum, í fyrsta sinn síðan árið 1950. Að kosningum loknum áttu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið í óformlegum viðræðum um áframhaldandi meirihlutasamstarf, en enginn samstarfsflötur fannst í þessum viðræðum. Alþýðuflokkurinn sat því einn í meirihluta á þessu kjörtímabili.
Guðmundur Árni Stefánsson var endurráðinn bæjarstjóri og Jóna Ósk Guðjónsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar.[47]
Guðmundur Árni var skipaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra 14. júní 1993.[48] Hann lét því af starfi bæjarstjóra en sat áfram sem bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins.[49]
Við embætti bæjarstjóra tók Ingvar Viktorsson[50] og gegndi hann starfinu út kjörtímabilið.[51]

1994[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ingvar Viktorsson
A Valgerður Guðmundsdóttir
A Tryggvi Harðarson
A Árni Hjörleifsson
A Ómar Smári Ármannsson
D Magnús Gunnarsson
D Jóhann G. Bergþórsson
D Ellert Borgar Þorvaldsson
D Valgerður Sigurðardóttir
G Magnús Jón Árnason
G Lúðvík Geirsson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1994 voru haldnar 28. maí.[52]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 3724 37,9 5
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 653 6,6 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3413 34,7 4
G Alþýðubandalagið 1489 15,2 2
V Kvennalistinn 547 5,6 0

Á kjörskrá voru 11.444.
Atkvæði greiddu 9984, þar af voru auðir og ógildir seðlar 158.
Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði þar sem Alþýðubandalagið bauð fram lista
Alþýðuflokkurinn missti hreinan meirihluta sinn í þessum kosningum. Eftir meirihlutaviðræður, bæði við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk[53] myndaði Alþýðubandalagið meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Magnús Jón Árnason var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[54]
Í júní 1995 slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins[55][56]. Alþýðuflokkurinn myndaði þá nýjan meirihluta ásamt tveimur af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: Jóhanni G. Bergþórssyni og Ellerti Borgari Þorvaldssyni.
Ingvar Viktorsson var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[57]. Þessi meirihluti hélst til loka kjörtímabilsins.[58]

1998[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ingvar Viktorsson
A Jóna Dóra Karlsdóttir
A Tryggvi Harðarson
B Þorsteinn Njálsson
D Magnús Gunnarsson
D Valgerður Sigurðardóttir
D Þorgils Óttar Mathiesen
D Gissur Guðmundsson
D Steinunn Guðnadóttir
F Lúðvík Geirsson
F Valgerður Halldórsdóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 1998 voru haldnar 23. maí.[59]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 2088 21,8 3
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1101 11,5 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3580 37,4 5
F Fjarðarlistinn 1721 18,0 2
H Hafnarfjarðarlistinn 604 6,3 0
I Tónlistinn 473 4,9 0

Á kjörskrá voru 12.521.
Atkvæði greiddu 9930, 363 seðlar voru auðir og ógildir.

Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gengu klofnir til þessara kosninga. Hluti Sjálfstæðismanna bauð fram Hafnarfjarðarlistann, sem samanstóð af stuðningsmönnum Jóhanns G. Bergþórssonar.
Fjarðarlistinn var skipaður fólki úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu, kvennalistanum og óflokksbundnum jafnaðar- og félagshyggjumönnum. Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði þar sem Alþýðuflokkurinn bauð fram. Hafnarfjörður var jafnframt eina sveitarfélagið á landinu þar sem Alþýðuflokkurinn bauð fram sérstakan lista.[60]
Eftir kosningarnar mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn meirihluta. Magnús Gunnarsson var ráðinn bæjarstjóri og Valgerður Sigurðardóttir var kosin forseti bæjarstjórnar.[61]

Í lok október 1999 sameinuðust Alþýðuflokkurinn og Fjarðarlistinn, ásamt fleiri félögum, undir merkjum Samfylkingarinnar. Samfylkingin átti þar með fimm bæjarfulltrúa það sem eftir var af kjörtímabilinu.[62]

2002[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
D Magnús Gunnarsson
D Valgerður Sigurðardóttir
D Haraldur Þór Ólafsson
D Steinunn Guðnadóttir
D Gissur Guðmundsson
S Lúðvík Geirsson
S Gunnar Svavarsson
S Ellý Erlingsdóttir
S Jóna Dóra Karlsdóttir
S Guðmundur Rúnar Árnason
S Hafrún Dóra Júlíusdóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 2002 voru haldnar 25. maí.[63]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 695 6,3 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 4481 40,6 5
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 5550 50,2 6
U Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 320 2,9 0

Á kjörskrá voru 13.991.
Greidd atkvæði voru 11. 393, þar af voru 347 seðlar auðir og ógildir.

Samfylkingin vann hreinan meirihluta í þessum kosningum og var Lúðvík Geirsson ráðinn bæjarstjóri að þeim loknum. Jóna Dóra Karlsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar.[64]
Í lok júní 2004 lét Jóna Dóra af embætti forseta bæjarstjórnar og við henni tók Gunnar Svavarsson.[65] Gunnar gegndi starfi forseta út kjörtímabilið.[66]

2006[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
D Haraldur Þór Ólafsson
D Rósa Guðbjartsdóttir
D Almar Grímsson
S Lúðvík Geirsson
S Ellý Erlingsdóttir
S Guðmundur Rúnar Árnason
S Margrét Gauja Magnúsdóttir
S Guðfinna Guðmundsdóttir
S Gunnar Svavarsson
S Gísli Ó. Valdimarsson
V Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 2006 voru haldnar 27. maí.[67]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 356 3,0 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3196 27,3 3
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 6418 54,8 7
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1415 12,1 1

Á kjörskrá voru 15.973.
Greidd atkvæði voru 11.723, auðir og ógildir seðlar voru 338.

Lúðvík Geirsson varð áfram bæjarstjóri að loknum kosningunum. Gunnar Svavarsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[68]
Gunnar Svavarsson náði sæti á Alþingi í alþingiskosningum í maí 2007. Í júní sama ár lét hann af starfi forseta bæjarstjórnar. Við honum tók Ellý Erlingsdóttir.[69]
Í febrúar 2010 sagði Ellý Erlingsdóttir sig úr bæjarstjórninni vegna flutninga. Eyjólfur Sæmundsson tók sæti hennar í bæjarstjórn.[70] Forseti bæjarstjórnar í stað Ellýjar var kosinn Guðmundur Rúnar Árnason.[71]

2010[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
D Valdimar Svavarsson
D Rósa Guðbjartsdóttir
D Kristinn Andersen
D Geir Jónsson
D Helga Ingólfsdóttir
S Guðmundur Rúnar Árnason
S Margrét Gauja Magnúsdóttir
S Gunnar Axel Axelsson
S Eyjólfur Sæmundsson
S Sigríður Björk Jónsdóttir
V Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Sveitarstjórnarkosningarnar 2010 voru haldnar 29. maí.[72]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 722 7,3 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3682 37,2 5
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 4053 40,9 5
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1448 14,6 1

Á kjörskrá voru 17.826.
Greidd atkvæði voru 11.589. Auðir seðlar voru 1578 og ógildir seðlar voru 106.

Meirihluti Samfylkingarinnar féll í þessum kosningum. Samfylkingin myndaði þess vegna meirihluta með Vinstrihreyfingunni-Grænu framboði. Lúðvík Geirsson varð áfram bæjarstjóri og Guðmundur Rúnar Árnason var kosinn forseti bæjarstjórnar.[73] Samkvæmt samkomulagi sem flokkarnir tveir gerðu með sér var ákveðið að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tæki við embætti bæjarstjóra í júní 2012.[74]
Ráðning Lúðvíks sem bæjarstjóra mætti nokkurri andstöðu meðal bæjarbúa. Meðal annars var litið svo á að hann hafi sett bæjarstjórastólinn að veði í kosningunum, en hann komst ekki að sem bæjarfulltrúi.[75] Þann 8. júlí 2010 fór því svo að Lúðvík ákvað að láta af störfum sem bæjarstjóri. Við bæjarstjórastarfinu tók Guðmundur Rúnar Árnason.[76] Hann gegndi embættinu til 27. júní 2012, en þann dag tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við starfinu og varð þar með fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði.[77]
Guðmundur Rúnar lét af embætti forseta bæjarstjórnar í september 2010 og í stað hans var Sigríður Björk Jónsdóttir kosin forseti.[78] Í október 2011 lét Sigríður Björk af starfi forseta og tók Margrét Gauja Magnúsdóttir við af henni.[79] Guðmundur Rúnar Árnason var svo kosinn forseti bæjarstjórnar 27. júní 2012, eftir að hann lét af embætti bæjarstjóra.[80] Guðmundur Rúnar lét af störfum sem bæjarfulltrúi í september 2012. Við sæti hans í bæjarstjórn tók Lúðvík Geirsson. Forseti bæjarstjórnar í stað Guðmundar var kosin Margrét Gauja Magnúsdóttir.[81]

Margrét Gauja Magnúsdóttir fór í fæðingarorlof frá ágúst 2010 til febrúar 2011 og tók Lúðvík Geirsson sæti hennar í bæjarstjórn á meðan.[82]

2014[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
D Rósa Guðbjartsdóttir
D Kristinn Andersen
D Unnur Lára Bride
D Ólafur Ingi Tómasson
D Helga Ingólfsdóttir
S Gunnar Axel Axelsson
S Margrét Gauja Magnúsdóttir
S Adda María Jóhannsdóttir
V Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Æ Guðlaug Kristjánsdóttir
Æ Einar Birkir Einarsson

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014 voru haldnar 31. maí.

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 735 6,5 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 4029 35,8 5
P Merki Pírata Píratar 754 6,7 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 2278 20,2 3
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1316 11,7 1
Æ Snið:Björtframtíð 2143 19,0 2

Á kjörskrá voru 19.694.
Greidd atkvæði voru 11.926. Auðir 594 og ógildir seðlar voru 77.

Meirihluti Samfylkingarinnar féll aftur í þessum kosningum. Sjálfstæðisflokkur myndaði meirihluta með Bjartri framtíð sem bauð fram í fyrsta skiptið. Björt framtíð var stjórnmálaflokkur sem varð til úr Besta flokknum sem settist í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2010 og var Haraldur L. Haraldsson ráðinn bæjarstjóri. Rósa Guðbjartsdóttir var kosinn formaður bæjarráðs og Guðlaug Kristjánsdóttir kosinn forseti bæjarstjórnar.

2018[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
B Ágúst Bjarni Garðarsson
C Jón Ingi Hákonarson
D Rósa Guðbjartsdóttir
D Kristinn Andersen
D Ólafur Ingi Tómasson
D Helga Ingólfsdóttir
D Kristín Thoroddsen
M Sigurður Þ. Ragnarsson
L Guðlaug Svala Steinunar Kristjánsdóttir
S Adda María Jóhannsdóttir
S Friðþjófur Helgi Karlsson

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018 voru haldnar 26. maí.

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 926 8,0 1
C Viðreisn 1098 9,5 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3900 33,7 5
L Bæjarlistinn 906 7,8 1
M Miðflokkurinn 878 7,6 1
P Merki Pírata Píratar 754 6,5 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 2331 20,1 2
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 776 6,7 0

Á kjörskrá voru 20.786.
Greidd atkvæði voru 12.058. Auðir seðlar voru 444 og ógildir seðlar voru 45.

Eftir kosningarnar myndaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta með Framsóknarflokknum sem hafði ekki komið inn manni í bæjarstjórn í 20 ár. Var Rósa Guðbjartsdóttir kosinn Bæjarstjóri, Kristinn Andersen kosinn formaður bæjarráðs, og Ágúst Bjarni Garðarsson kosinn forseti bæjarstjórnar.

Árið 2021 hlaut Ágúst Bjarni Garðarson, oddviti Framsóknarflokksins kosningu á Alþingi fyrir framsóknarflokkinn og sinnti hann því samtímis störfum forseta bæjarstjórnar.

2022[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
B Valdimar Víðisson
B Margrét Vala Marteinsdóttir
C Jón Ingi Hákonarson
D Rósa Guðbjartsdóttir
D Orri Björnsson
D Kristinn Andersen
D Kristín Thoroddsen
S Guðmundur Árni Stefánsson
S Sigrún Sverrisdóttir
S Árni Rúnar Þorvaldsson
S Hildur Rós Guðbjargardóttir

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022 voru haldnar 14. maí.

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1750 13,7 2
C Viðreisn 1170 9,1 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3924 30,7 4
L Bæjarlistinn 546 4,3 0
M Miðflokkurinn 363 2,8 0
P Merki Pírata Píratar 748 6,1 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 3710 29,0 4
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 552 4,3 0

Á kjörskrá voru 21.744.
Greidd atkvæði voru 13.133. Auðir seðlar voru 295 og ógildir seðlar voru 39.

Eftir kosningar komust Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að samkomulagi um myndun meirihluta. Framsóknarflokkur náði tveimur mönnum í bæjarstjórn í fyrsta sinn í sögu flokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir varð einnig fyrsta konan til þess að sitja heilt kjörtímabil sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins var kosinn bæjarstjóri og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar kosinn formaður bæjarráðs. Samið var um að Valdimar Víðisson skyldi taka við embætti bæjarstjóra að tveimur árum liðnum og Rósa yrði þá formaður bæjarráðs. Kristinn Andersen var kosinn forseti bæjarstjórnar.

Guðmundur Árni Stefánsson varð aftur bæjarfulltrúi, í þetta sinn fyrir hönd Samfylkingarinnar, eftir að hafa horfið úr bæjarstjórn árið 1993 þegar hann varð tryggingamálaráðherra fyrir hönd Alþýðuflokksins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 56-60
 2. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 72
 3. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 61
 4. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 63
 5. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 63
 6. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 63-64
 7. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 64-65
 8. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 65
 9. Morgunblaðið 13. janúar 1920. Bls. 2: Bæjarstjórnarkosning
 10. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 65
 11. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 66-67
 12. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 67
 13. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 67
 14. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 67-69
 15. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 69
 16. Morgunblaðið 19. janúar 1930. Bls. 5: Bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði
 17. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 75
 18. Morgunblaðið 13. janúar 1934. Bls. 4: Kosningin í Hafnarfirði í gær
 19. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 75-77
 20. Morgunblaðið 1. febrúar 1938. Bls. 5: Kosningarnar utan Reykjavíkur
 21. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 77
 22. Morgunblaðið 28. janúar 1943. Bls. 2: Úrslitin í kaupstöðunum
 23. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 77-78
 24. Morgunblaðið 29. janúar 1946. Bls. 2: Kosningaúrslit úti á landi
 25. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 78
 26. Morgunblaðið 31. janúar 1950. Bls. 2: Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna
 27. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 80
 28. Morgunblaðið 2. febrúar 1954. Bls. 2: Úrslit bæjarstjórnarkosninganna
 29. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 80-81
 30. Morgunblaðið 28. janúar 1958. Bls. 2
 31. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 81-82
 32. Morgunblaðið 29. maí 1962. Bls. 15: Kosningaúrslit
 33. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 82
 34. Morgunblaðið 24. maí 1966. Bls. 12: Kosningaúrslitin
 35. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 82-83
 36. Morgunblaðið 2. júní 1970. Bls. 10: Heildarúrslit bæjar- og sveitastjórnarkosninganna
 37. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 83
 38. Morgunblaðið 28. maí 1974. Bls. 12: Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 50,5% atkvæða á landinu[óvirkur tengill]
 39. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 83-85
 40. Morgunblaðið 30. maí 1978. Bls. 16: Heildarúrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum[óvirkur tengill]
 41. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 85
 42. Morgunblaðið 25. maí 1982. Bls. 14: Heildarúrslit í kaupstöðum[óvirkur tengill]
 43. Ásgeir Guðmundsson. Bls. 85
 44. Morgunblaðið 3. júní 1986. Bls. 24: Úrslit í kaupstöðum[óvirkur tengill]
 45. Alþýðublaðið 11. júlí 1986. Bls. 3: Félagsleg sjónarmið einkenna meirihlutasamninginn[óvirkur tengill]
 46. Morgunblaðið 29. maí 1990. C - Bæjar- og sveitarstjórnakosningar - Úrslit, bls. 2.[óvirkur tengill]
 47. Alþýðublaðið 20. júní 1990. Bls. 2: „Að gera góðan bæ enn betri“[óvirkur tengill]
 48. Morgunblaðið 15. júní 1993. Bls. 27: Guðmundur Árni og Össur boða breytingar[óvirkur tengill]
 49. Æviágrip á vef Alþingis. Skoðað 5. júlí 2010.
 50. Morgunblaðið 3. júlí 1993. Bls. 4: 14. bæjarstjórinn í Hafnarfirði[óvirkur tengill]
 51. Morgunblaðið 28. maí 1994. C: Kosningahandbók, bls. 2[óvirkur tengill]
 52. Morgunblaðið 31. maí 1994. B: Úrslit kosninga, bls. 1[óvirkur tengill]
 53. Morgunblaðið 2. júní 1994. Bls. 60: G-listi og D-listi ræða samstarf[óvirkur tengill]
 54. Morgunblaðið 9. júní 1994. Bls. 6: Valdaskipti í næstu viku[óvirkur tengill]
 55. Morgunblaðið 14. júní 1995. Bls. 4: Alþýðuflokkurinn réð ráðningu bæjarverkfræðings[óvirkur tengill]
 56. Morgunblaðið 14. júní 1995. Bls. 48: Segja meirihlutann fallinn[óvirkur tengill]
 57. Morgunblaðið 4. júlí 1995. Bls. 2: Nýr meirihluti tekur við í Hafnarfirði[óvirkur tengill]
 58. DV 19. maí 1998. Bls. 32: Pólitísk háspenna[óvirkur tengill]
 59. Morgunblaðið 26. maí 1998. B: Úrslit, bls. 5[óvirkur tengill]
 60. DV 19. maí 1998. Bls. 32: Pólitísk háspenna[óvirkur tengill]
 61. Morgunblaðið 26. maí 1998. Bls. 72: Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði[óvirkur tengill]
 62. Morgunblaðið 4. nóvember 1999. Bls. 43: Níu félög stofna Samfylkinguna í Hafnarfirði[óvirkur tengill]
 63. Morgunblaðið 28. maí 2002. B: Úrslit 2002, bls. 7[óvirkur tengill]
 64. Morgunblaðið 13. júní 2002. Bls. 14: Nýr bæjarstjóri tekinn við[óvirkur tengill]
 65. Morgunblaðið 2. júlí 2004. Bls. 22: Hafnarfjörður[óvirkur tengill]
 66. Æviágrip á vef Alþingis. Skoðað 8. júlí 2010.
 67. Morgunblaðið 29. maí 2006. B: Úrslit 2006, bls. 7[óvirkur tengill]
 68. Fjarðarpósturinn 15. júní 2006. Bls. 8: Ný bæjarstjórn tekin við
 69. Mbl.is 27. júní 2007: Ellý Erlingsdóttir kjörin forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. (Skoðað 9. júlí 2010).
 70. Visir.is 15. febrúar 2010: Fórnar pólitískum frama fyrir fótboltastrákinn sinn. (Skoðað 9. júlí 2010)
 71. Fjarðarpósturinn 4. mars 2010. Bls. 8: Eyjólfur, nýr bæjarfulltrúi, formaður fræðsluráðs
 72. Upplýsingar af heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. (Skoðað 9. júlí 2010)
 73. Fjarðarpósturinn 16. júní 2010. Bls. 1: Leiðast varlega af stað
 74. Mbl.is 7. júní 2010: Lúðvík verður áfram bæjarstjóri (Skoðað 9. júlí 2010)
 75. Mbl.is 14. júní 2010: Mótmæla nýjum meirihluta í Hafnarfirði. (Skoðað 9. júlí 2010)
 76. Mbl.is 8. júlí 2010: Lúðvík hættir í Hafnarfirði. (Skoðað 9. júlí 2010)
 77. Vísir.is 27. júní 2012: Guðrún orðin fyrsti kvenkyns bæjarstjóri Hafnafjarðar. (Skoðað 28. júní 2012).
 78. Fundargerð bæjarstjórnar 1. september 2010
 79. Vísir.is 5. október 2011: Margrét Gauja verður forseti bæjarstjórnar. (Skoðað 7. október 2011)
 80. Fundargerð bæjarstjórnar 27. júní 2012[óvirkur tengill]
 81. Fundargerð bæjarstjórnar 12. september 2012[óvirkur tengill]
 82. Fundargerð bæjarstjórnar 1. september 2010

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Ásgeir Guðmundsson. Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 - Fyrsta bindi. Skuggsjá - Bókabúð Olivers Steins SF, 1983.