Fara í innihald

Húmanistaflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Flokkur mannsins)

Húmanistaflokkurinn (áður nefndur Flokkur mannsins til 1995) er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður 25. júní 1984 að erlendri fyrirmynd Húmanistaflokka víða um heim. Meðal yfirlýstra stefnumála er „að setja manngildi ofar auðgildi“. Fyrsti formaður flokksins var Júlíus Valdimarsson og að stofnun flokksins komu félagasamtökin Samhygð. Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningum 1987, 1991, 1999, 2013 og 2016. Flokkurinn hefur einnig boðið fram til borgarstjórnar í Reykjavík árin 1986, 1990, 1998 og 2002. Flokkurinn stóð jafnframt að baki framboði Sigrúnar Þorsteinsdóttur til forseta Íslands árið 1988.[1] Þrátt fyrir að virkni sé enn í flokknum var listabókstafur flokksins gerður óvirkur árið 2017.

Í Alþingiskosningunum árið 2016 hlaut flokkurinn fæst atkvæði í sögu lýðsveldisins þegar hann fékk 33 atkvæði sem færði honum 0,02% fylgi.

  1. „Um Húmanistaflokkinn“. [skoðað 15-02-2013].