Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2017
Albert 1. (8. apríl 1875 – 17. febrúar 1934) var þriðji konungur Belgíu frá árinu 1909 til dauðadags. Þetta var viðburðaríkt tímabil í sögu Belgíu því í fyrri heimsstyrjöldinni (1914 – 1918) var mikill meirihluti landsins hernuminn af Þjóðverjum. Á tíma heimsstyrjaldarinnar var Albert nefndur „Dátakonungurinn“ („le Roi Soldat“) og Riddarakonungurinn („le Roi Chevalier“). Í valdatíð hans var Versalasamningurinn viðurkenndur, hið belgíska Kongó var endurmetið sem nýlenda belgíska konungsríkisins auk verndarsvæði Þjóðabandalagsins í Rúanda-Úrúndí, Belgía var endurreist úr rústum heimsstyrjaldarinnar og heimurinn upplifði fyrstu fimm ár kreppunnar miklu. Albert var alla tíð mikill fjallgöngugarpur en það kom honum að lokum í koll því hann lést í fjallgönguslysi í austurhluta Belgíu árið 1934. Við honum tók sonur hans, Leópold 3.