Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2017
Robert Leroy Parker (13. apríl, 1866 – 7. nóvember, 1908), betur þekktur sem Butch Cassidy, var frægur bandarískur lesta- og bankaræningi. Hann var leiðtogi glæpagengis sem nefnt var „the Wild Bunch“ á tímum Villta vestursins.
Efir að hafa stundað bankarán í meira en áratug undir lok 19. aldar var svo mjög farið að þrengja að honum og lífstíl hans að hann ákvað að flýja til Suður-Ameríku ásamt félaga sínum Harry Alonzo Longabaugh, betur þekktum sem „Sundance Kid,“ og unnustu Longabaugh, Ettu Place. Þríeykið ferðaðist fyrst til Argentínu og síðan til Bólivíu, þar sem talið er að Parker og Longabaugh hafi verið drepnir í skotbardaga við bólivíska lögreglumenn í nóvember árið 1908. Kringumstæður dauða þeirra hafa þó aldrei verið staðfestar og er enn deilt um þær.
Ævi og örlög Parkers hafa verið sett á svið í ýmsum kvikmyndum, sjónvarpsefni og bókum og hann er enn einn þekktasti glæpamaður Villta vestursins.