Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2017

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Desi Bouterse

Desiré Delano Bouterse, (f. 13. október 1945 í Domburg, Súrinam) er núverandi forseti Súrinam. Frá 1980 til 1988 var hann einræðisherra eftir að hafa rænt völdum með aðstoð hersins. Bouterse er formaður og stofnandi hins súrinamíska þjóðlega lýðræðisflokks (á hollensku: Nationale Democratische Partij (NDP), sem með 19 sæti er stærsti flokkurinn í flokkabandalagi sem nefnt er Megacombinatie (MC) og er Bouterse einnig formaður þess bandalags. Í Súrinam er forsetinn kosinn af þinginu og þann 19 júlí 2010 var Bouterse með 36 af alls 50 þingatkvæðum kosinn til forseta Súrinam. Þingið í Súrinam er í einni deild og telur 51. Þáverandi - fráfarandi - forseti, Ronald Venetiaan, sem ennfremur var þingmaður var ógildur til kosningarinnar. Þann 12 ágúst 2010 var Bouterse formlega settur í embætti í glæsilegri athöfn þingsins.