August Strindberg
Jump to navigation
Jump to search
Johan August Strindberg (22. janúar 1849 – 14. maí 1912) var sænskur rithöfundur og leikritahöfundur. Þekktastur er hann utan Svíþjóðar fyrir leikrit sín, s.s. Fröken Júlía, Faðirinn, Draugasónatan og Til Damaskus. Í heimalandi sínu er Strindberg sagður vera „faðir nútíma bókmennta“. Hann er einnig þekktur fyrir málverk sín, sem hafa selst í seinni tíð fyrir háar upphæðir.