Zion-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Staðsetning innan BNA.
Kort.
Zion Canyon.
Zion Canyon.

Zion-þjóðgarðurinn er þjóðgarður í Suðvestur-Utah í Bandaríkjunum. Hann var stofnaður árið 1919 og þekur um 593 km². Þrjú landfræðileg svæði koma saman þar sem þjóðgarðurinn er: Colorado-sléttan, Lægðin mikla og Mojave-eyðimörkin. Miðdepill þess er Zion Canyon sem er 24 km langt rauðleitt gljúfur sem Virgin-fljótið hefur grafið í sandstein. Anasazi-frumbyggjar eru meðal frumbyggja sem hafa átt heimkynni á svæðinu. Mormónar komu á svæðið um miðja 19. öld en það var mjög afskekkt og bílar komu þangað fyrst árið 1917. Horse Ranch Mountain er hæsti punktur í Zion-þjóðgarðinum (2660 m). Svæðið er eyðimörk að nokkru leyti en þar eru líka grösugar áreyrar og barrskógar. Ýmis spendýr og fuglar lifa þar og var stórhyrningur fluttur aftur á svæðið árið 1973 eftir fjarveru. Þrátt fyrir þurrt loftslag geta komið þar ofsaflóð. Zion þýðir heilagur staður.

Klettaklifur er vinsælt í þjóðgarðinum.

Í Kolob gljúfri

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Zion National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. des. 2016.