Fara í innihald

Canyonlands-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Canyonlands í dögun.
Kort.
Green River-gljúfur
Druid Arch.
Needles.
Butte.

Canyonlands-þjóðgarðurinn (enska: Canyonlands National Park) er þjóðgarður í Suðaustur-Utah í Bandaríkjunum, nálægt bænum Moab. Hann var stofnaður árið 1964 og þekur um 1366 km². Coloradofljót og Greenfljót hafa grafið gljúfur á Colorado-sléttunni. Steinbogar finnast þar eins og í nálægum Arches-þjóðgarðinum. Fljótin skipta svæðinu í: Island in the Sky, the Needles og the Maze. Maze-svæðið er vestur af fljótunum sem gerir það lítt aðgengilegt og eitt afskekktasta svæði Bandaríkjanna. Klettamyndir frá því 1000-2000 fyrir Krist hafa fundist á norðvesturenda þjóðgarðsins.

Svartbjörn, sléttuúlfur, fjallaljón, skúnkur, leðurblaka og hjartardýr eru meðal spendýra á svæðinu. Haukar, fálkar, uglur, hrafnar, gjóður og ernir finnast þar af stærri fuglum. Spætur, svölur, fasani, þrestir og finkur eru meðal smærri fugla. Ellefu tegundir af eðlum, átta tegundir af snákum, froskar og körtur finnast þar einnig.

Útivistarganga, fjallahjólreiðar, fjórhjólaferðir og flúðasiglingar eru vinsælar í þjóðgarðinum. Lítil úrkoma er á svæðinu og er það hálfgerð eyðimörk.

Fyrirmynd greinarinnar var „Canyonlands National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. des. 2016.