Fara í innihald

Spanish Fork

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spanish Fork er borg í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Við manntal 2015 voru íbúar um 38.000.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Samfélagið Spanish Fork varð til þegar mormónafrumbyggjar settust hér að árið 1850. Nafnið á sér rætur í ferðalagi tveggja munka af spænskum ættum árið 1776. Þeir töldu landið óbyggilegt og við þeim blasa óræktanleg eyðimörk. Á árunum frá 1856 til 1862 fluttust 16 íslenskir mormónar til Spanish Fork. Þeir stofnuðu þar fyrsta samfélag Íslendinga í Ameríku. Voru það hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir, Sverrir Jónsson og Guðrún Pálsdóttir ásamt Helgu Jónsdóttur, og voru öll frá Vestmannaeyjum (nema Guðrún sem var fædd í Melasveit í Borgarfirði. Tók ferðin um tíu mánuði. Seinna fluttist þangað Eiríkur á Brúnum, og skrifaði um ferð sína á þessar slóðir og veru sína hér. Í bókinni Paradísarheimt notaði Halldór Laxness sögu Eiríks og varð hún kveikjan að skáldsögunni.

Þann 26. júní 2005 endurvígði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, minnisvarða um landnám Íslendinga í Spanish Fork.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]