Rangárþing eystra
Útlit
Rangárþing eystra | |
---|---|
Hnit: 63°45′00″N 20°14′02″V / 63.750°N 20.234°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | |
Stjórnarfar | |
• Sveitarstjóri | Anton Kári Halldórsson |
Flatarmál | |
• Samtals | 1.832 km2 |
• Sæti | 19. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 2.007 |
• Sæti | 23. sæti |
• Þéttleiki | 1,1/km2 |
Póstnúmer | 860, 861 |
Sveitarfélagsnúmer | 8613 |
Vefsíða | hvolsvollur |
Rangárþing eystra er sveitarfélag í Rangárvallasýslu. Það var stofnað 9. júní 2002 með sameiningu Austur-Eyjafjallahrepps, Vestur-Eyjafjallahrepps, Austur-Landeyjahrepps, Vestur-Landeyjahrepps, Fljótshlíðarhrepps og Hvolhrepps. Helstu atvinnuvegir eru ferðaþjónusta og landbúnaður.
Helsta þéttbýli í Rangárþingi eystra er Hvolsvöllur, en auk þess er vísir að þéttbýli á Skógum undir Eyjafjöllum. Vesturmörk sveitarfélagsins eru við Eystri Rangá, en austurmörkin við Jökulsá á Sólheimasandi. Markarfljót rennur sunnan við Fljótshlíð út í sjó nálægt Landeyjahöfn þar sem styst er að sigla til Vestmannaeyja. Þórsmörk er í Rangárþingi eystra norðan við Eyjafjallajökul. Vesturhluti Mýrdalsjökuls er líka í sveitarfélaginu.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.