Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands og þekur hann um 590 km² svæði. Undir jöklinum hvílir eldfjallið Katla en hún hefur gosið reglulega frá landnámi og brætt mikinn ís af jöklinum svo flóð geysist niður á láglendið. Hæsti tindur Mýrdalsjökuls er 1.480 m.y.s. Úr Mýrdalsjökli falla tvær stórar jökulár, Jökulsá á Sólheimasandi í vestri og Múlakvísl í austri.
Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum.
Árið 1952 fórst á Mýrdalsjökli Neptúnvél frá bandaríska hernum og með henni níu menn.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- „Mýrdalsjökull almennt“. Sótt 28. desember 2005.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- „Jökullinn og eldfjallið“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994
- „Mýrdalsjökull - jarðskjálftar síðustu 48 klst.“; af Veður.is
