Mangó
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/74/Mangos_-_single_and_halved.jpg/250px-Mangos_-_single_and_halved.jpg)
Mangó er ávöxtur mangótrésins og kemur upprunalega frá Indlandi. Mangó hefur verið ræktað í meira en 6000 ár. Aldinhýðið er þunnt og getur verið grænt, gult eða rauðleitt. Aldinkjötið er appelsínugult. Það er sætt, safaríkt og ilmandi. Innst er stór steinn.
Mangó er notað á ýmsan hátt í matargerð en algengt er að búa til sultu (mangó-chutney) sem borin er fram með indverskum mat.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mangó.