Fara í innihald

Mangó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mangó

Mangó er ávöxtur mangótrésins og kemur upprunalega frá Indlandi. Mangó hefur verið ræktað í meira en 6000 ár. Aldinhýðið er þunnt og getur verið grænt, gult eða rauðleitt. Aldinkjötið er appelsínugult. Það er sætt, safaríkt og ilmandi. Innst er stór steinn.

Mangó er notað á ýmsan hátt í matargerð en algengt er að búa til sultu (mangó-chutney) sem borin er fram með indverskum mat.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.