1946
Útlit
(Endurbeint frá Mars 1946)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1946 (MCMXLVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 27. janúar - Sveitarstjórnarkosningar fóru fram.
- 30. júní - Alþingiskosningar haldnar.
- 9. júlí - Tívolí í Reykjavík var fyrst starfrækt.
- 1. október - Þjóðvarnarfélagið var stofnað til að mótmæla keflavíkursamningnum.
- 5. október - Kennsla hófst í Melaskóla.
- 19. nóvember - Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar.
- Keflavíkursamningurinn: Samningur milli Íslands og Bandaríkjanna um að Bandaríkjamenn myndu reka Keflavíkurflugvöll.
- Samvinnutryggingar voru stofnaðar.
- Tóvinnuskólinn á Svalbarði var stofnaður.
- Pípugerð Reykjavíkur var stofnuð.
- Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað.
Fædd
- 6. nóvember - Katrín Fjeldsted, stjórnmálamaður og læknir.
- 9. desember - Hermann Gunnarsson, íslenskur íþróttafréttamaður, skemmtikraftur, þáttastjórnandi og knattspyrnumaður. (d. 2013)
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Fyrsti fundur Sameinuðu þjóðirnar var haldinn í London.
- 7. janúar - Austurríki var skipt upp í fjögur svæði sem bandamenn höfðu yfirráð yfir eftir seinni heimssyrjöld.
- 11. janúar - Enver Hoxha lýsti yfir lýðveldinu Albaníu með sig sem forsætisráðherra.
- 12. janúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1946 hófst.
- 20. janúar - Charles de Gaulle sagði af sér sem forseti Frakklands.
- 2. febrúar - Norðmaðurinn Trygve Lie varð fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 20. febrúar - Sprenging í kolanámu í Bergkamen í Þýskalandi varð meira en 400 að bana.
- 24. febrúar - Juan Perón var kosinn forseti Argentínu.
- 2. mars - Ho Chi Minh varð forseti Norður-Víetnam.
- 5. mars - Winston Churchill talaði um járntjaldið í Austur-Evrópu í ræðu.
- 22. mars - Jórdanía hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1. apríl - Jarðskjálfti í Aljútaeyjum olli flóðbylgju sem fór til Havaí. Um 170 létust þar.
- 10. apríl - Konur kusu í fyrsta sinn í Japan.
- 17. apríl - Sýrland hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 20. apríl - Þjóðabandalagið var lagt niður.
- 1. júní - Ion Antonescu, fyrrum forsætisráðherra Rúmeníu, var tekinn af lífi fyrir svik gegn þjóð sinni með stuðningi við Þýskaland.
- 2. - 13. júní- Konungsríkið Ítalía var lagt niður í kosningum. Lýðveldi var stofnað með Alcide De Gasperi sem forsætisráðherra. Úmbertó II, konungur, fór til Portúgal.
- 6. júní - National Basketball Association-körfuboltadeildin var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 22. júlí - Irgun, hópur róttækra gyðinga sprengdi hótel í Jerúsalem þar sem breska landstjórnin fundaði. 90 létust.
- 25. júlí - Filippseyjar hlutu sjálfstæði frá Bandaríkjunum eftir 48 ár. Þar áður stjórnaði Spánn landinu í um 400 ár.
- 1. ágúst - SAS-flugfélagið var stofnað.
- 16. ágúst - Múslimum og hindúum lenti saman í Kalkútta með þeim afleiðingum að 3.000 létust.
- 8. september - Búlgaría varð lýðveldi. Konungurinn Simeon II fór úr landi.
- 14. september - Færeyjar kusu um sjálfstæði. Meirihluti var fyrir því að eyjarnar yrðu sjálfstæðar. Danska stjórnin lýsti því yfir að kosningarnar hefðu verið ólöglegar. Síðar var þing rofið í Færeyjum og ekkert varð úr sjálfstæðinu.
- 6. október - Per Albin Hansson forsætisráðherra Svíþjóðar fékk hjartaaáfall og lést í embætti. Tage Erlander tók við.
- 15. október - Nürnberg-réttarhöldin: Hermann Göring, stofnandi Gestapo, svipti sig lífi með eitri tveimur klukkustundum fyrir áætlaða aftöku sína. Daginn eftir voru 10 leiðtogar nasista teknir af lífi.
- 24. október - Óeirðir í Bihar á Indlandi milli hindúa og múslima urðu þúsundum að bana.
- október - Teiknimyndapersónan Lukku-Láki kom fyrst út á prenti.
- 4. nóvember - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
- 10. nóvember - 1.400 létust í jarðskjálfta í Perú.
- 15. nóvember - Holland viðurkenndi sjálfstæði Indónesíu
- 23. nóvember - Óeirðir voru í Víetnam. Frakklandsher drap 6.000 manns.
- 2. desember - Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað til að hafa stjórn á hvalveiðum.
- 11. desember - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
- 19. desember - Fyrri Indókínastyrjöldin hófst.
- 21. desember - Jarðskjálfti í Nankai í Japan banaði um 1.400.
- Konur fengu kosningarétt í Belgíu, Rúmeníu, Júgóslavíu, Argentínu og Quebec í Kanada.
Fædd
- 22. maí - George Best, knattspyrnumaður (d. 2005)
- 6. júlí - George W. Bush, 43. forseti Bandaríkjanna.
- 15. júlí - Linda Ronstadt, söngkona.
- 19. ágúst - Bill Clinton, 42. forseti Bandarikjanna.
- 29. ágúst - Dimitris Christofias, 6. forseti Kýpur.
Dáin
- 3. febrúar - Carl Theodor Zahle, forsætisráðherra Danmerkur (f. 1866)
- 21. apríl - John Maynard Keynes, enskur hagfræðingur (f. 1883).
- 6. júní - Gerhart Hauptmann, þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1862).