Keflavíkursamningurinn
Útlit
Keflavíkursamningurinn var tvíhliða alþjóðasamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna árið 1946 um að bandaríski herinn, sem komið hafði í seinni heimsstyrjöldinni, myndi halda af landi brott, en að bandarískir borgaralegir starfsmenn myndu áfram reka Keflavíkurflugvöll. Rekstur Keflavíkurflugvallar var í höndum bandaríska fyrirtækisins Lockheed Overseas Aircraft Service á árunum 1948–1951. Ný flugstöð sem jafnframt var hótel var tekin í notkun vorið 1949. Sama ár varð Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og tveimur árum seinna tók Varnarsamningurinn við af Keflavíkursamningum. Þá komu Bandaríkjamenn sér upp herstöð á Miðnesheiði.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Sagan - Upphaf Keflavíkurflugvallar[óvirkur tengill], ágrip eftir Friðþór Eydal