Dimitris Kristófías

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dimitris Christofias)
Jump to navigation Jump to search
Dimitris Kristófías
Δημήτρης Χριστόφιας
Demetris Christofias in February 2011.jpg
Kristófías við málflutning 2011
Forseti Kýpur
Í embætti
28. febrúar 2008 – 28. febrúar 2013
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. ágúst 1946
Dikomo, Kýpur
Látinn21. júní 2019 (72 ára) Kýpur
StjórnmálaflokkurAKEL
MakiElsie Chiratou
StarfForseti Kýpur
Undirskrift


Dimitris Kristófías (gríska: Δημήτρης Χριστόφιας, enska: Dimitris Christofias; 29. ágúst 1946 – 21. júní 2019) var sjötti forseti Kýpur. Kristófías var formaður kommúnistaflokksins AKEL og er fyrsti og hingað til eini þjóðarleiðtogi innan Evrópusambandsins sem er kommúnisti.

Yngri ár[breyta | breyta frumkóða]

Kristófías fæddist í Dikomo í Kýreníuhéraði í tyrkneska hluta Kýpur. Hann byrjaði snemma í pólitík og gegndi nokkrum embættum í ungliðahreyfingu AKEL (Framsóknarflokkur verkamanna á Kýpur). Faðir hans, sem dó árið 1987, var meðlimur í PEO (Sameinaða Kýpverska alþýðubandalagið). Hann lauk efri-skóla menntun árið 1964. Þegar hann var 14 ára gerðist hann meðlimur í Framsæknu samtökum efri-skólanemenda og þegar hann var 18 ára gekk hann í EDON (ungliðahreyfing AKEL), PEO og AKEL. Kristófías stundaði nám við Félagsvísindastofnunina og Félagsvísindaakademíuna í Moskvu þar sem hann lauk námi og útskrifaðist með doktorspróf í heimspeki í sögu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Tassos Papadopúlos
Forseti Kýpur
(28. febrúar 200828. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Nicos Anastasiades