Dímítrís Krístofías
Dímítrís Krístofías | |
---|---|
Δημήτρης Χριστόφιας | |
Forseti Kýpur | |
Í embætti 28. febrúar 2008 – 28. febrúar 2013 | |
Forveri | Tassos Papaðopúlos |
Eftirmaður | Níkos Anastasíaðís |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 29. ágúst 1946 Dikomo, Kýpur |
Látinn | 21. júní 2019 (72 ára) Nikósíu, Kýpur |
Þjóðerni | Kýpur-Grikki |
Stjórnmálaflokkur | AKEL |
Maki | Elsie Chiratou |
Trúarbrögð | Trúleysingi |
Starf | Forseti Kýpur |
Undirskrift |
Dímítrís Krístofías (gríska: Δημήτρης Χριστόφιας; 29. ágúst 1946 – 21. júní 2019) var sjötti forseti Kýpur. Krístofías var formaður kommúnistaflokksins AKEL og er fyrsti og hingað til eini þjóðarleiðtogi innan Evrópusambandsins sem er kommúnisti.
Yngri ár
[breyta | breyta frumkóða]Krístofías fæddist í Dikomo í Kýreníuhéraði í tyrkneska hluta Kýpur. Hann byrjaði snemma í pólitík og gegndi nokkrum embættum í ungliðahreyfingu AKEL (Framsóknarflokkur verkamanna á Kýpur). Faðir hans, sem dó árið 1987, var meðlimur í PEO (Sameinaða Kýpverska alþýðubandalagið). Hann lauk efri-skóla menntun árið 1964. Þegar hann var 14 ára gerðist hann meðlimur í Framsæknu samtökum efri-skólanemenda og þegar hann var 18 ára gekk hann í EDON (ungliðahreyfing AKEL), PEO og AKEL. Krístofías stundaði nám við Félagsvísindastofnunina og Félagsvísindaakademíuna í Moskvu þar sem hann lauk námi og útskrifaðist með doktorspróf í heimspeki í sögu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber heimasíða Dimitris Kristófías (gríska) Geymt 6 október 2008 í Wayback Machine
Fyrirrennari: Tassos Papaðopúlos |
|
Eftirmaður: Níkos Anastasíaðís |