Enver Hoxha

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Enver Hoxha
Forsætisráðherra Albaníu
Í embætti
22. október 1944 – 19. júlí 1954
ForsetiOmer Nishani
Haxhi Lleshi
ForveriIbrahim Biçakçiu
EftirmaðurMehmet Shehu
Aðalritari Flokks vinnunnar
Í embætti
8. nóvember 1941 – 11. apríl 1985
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurRamiz Alia
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. október 1908
Gjirokastër, Tyrkjaveldi (nú Albaníu)
Látinn11. apríl 1985 (76 ára) Tírana, Albaníu
StjórnmálaflokkurFlokkur vinnunnar
MakiNexhmije Xhuglini (g. 1945)
BörnIlir, Sokol, Pranvera
HáskóliHáskólinn í Montpellier
Fríháskólinn í Brussel
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Enver Hoxha (f. 16. október 1908, d. 11. apríl 1985) var einræðisherra Albaníu og leiðtogi albanska Kommúnistaflokksins í tæpa fjóra áratugi eða allt frá 1944 – 1985 þegar hann lést.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Hoxha fæddist í borginni Gjirokastër í suðurhluta Albaníu. Þar bjó hann allt þar til hann hóf nám í Háskólanum í Montpellier árið 1930. Á námsárunum í Frakklandi komst Hoxa í tæri við kommúnisma og tók þátt í starfi franskra kommúnista. Hann hreyfst af hugmyndafræðinni.

Hoxha sneri baka til Albaníu árið 1936, þá 28 ára gamall. Við heimkomuna hóf hann störf sem grunnskólakennari.

7. apríl 1939 réðust ítalskir fasistar inn í Albaníu og komu Ítalir á leppstjórn í kjölfarið sem stýrt var af Merlika-Kruja. Seinni heimsstyrjöldin hófst formlega síðar sama ár. Hoxha missti stöðu sína sem kennari þegar hann neitaði að ganga í Fasistaflokk Albaníu.

Leiðtoginn[breyta | breyta frumkóða]

Albanía var lengi vel eitt fátækasta, einangraðasta og margra mati sérkennilegasta land Evrópu. Hoxha hafði mikið um það að segja. Í Albaníu bjuggu um þrjár milljónir manna og þar voru samt sem áður 750 þúsund sprengjubyrgi. Ef til innrásar kæmi áttu almennir borgarar jafnt sem hermenn að grípa til vopna og vernda landið.

Völd Hoxha voru mikil og var um leið gert mikið úr persónu hans og meintum leiðtogahæfileikum. Árlega voru haldnar afmælishátíðar honum til heiðurs og þá voru gjarnan frumflutt lög sem fjölluðu um hæfileika og kosti Hoxha þar var ekkert dregið undan samanber eftirfarandi textabrot:

Dæmi 1: „Enver Hoxha brýnir sverð sitt. Sverðið sem hangir yfir höfðum allra óvina um heim allan. Enver Hoxha lengi lifi!“
Dæmi 2: „Vel gert, sonur fólksins! Við skjótum svikara beint í ennið! Við verndum Flokkinn eins og demant!“

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.