Alcide De Gasperi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alcide De Gasperi

Alcide De Gasperi (3. apríl 188119. ágúst 1954) var ítalskur stjórnmálamaður, stofnandi og helsti hugmyndafræðingur kristilega demókrataflokksins á Ítalíu og forsætisráðherra Ítalíu á rósturtímum fyrstu áranna eftir Seinni heimsstyrjöld. Hann er, ásamt Konrad Adenauer og Robert Schuman kallaður „faðir Evrópusambandsins“. Hann varð utanríkisráðherra í þjóðstjórn Ferruccio Parri 1945 og átti þátt í að semja um flutning valds frá hernámsliði Bandamanna til ítalskra yfirvalda. Sem forsætisráðherra Ítalíu átti hann stóran þátt í því að sameina andstæðar fylkingar kommúnista, sósíalista og borgaralegu aflanna, þótt hann síðar útilokaði ítalska kommúnistaflokkinn frá stjórnarþátttöku, að ósk Bandaríkjanna, og hafði umsjón með breytingu landsins úr konungsríki í lýðveldi og samningu nýrrar stjórnarskrár 1946. Um stutt skeið fór hann með vald konungs/forsetavald eftir að síðasti konungur Ítalíu, Úmbertó II, yfirgaf landið. Hann stuðlaði meðal annars að því að Ítalía varð fullur þátttakandi í vestrænni samvinnu, stofnmeðlimur NATO, og þiggjandi Marshallaðstoðar frá Bandaríkjunum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Fyrirrennari:
Ferruccio Parri
Forsætisráðherra Ítalíu
(1945 – 1953)
Eftirmaður:
Giuseppe Pella