Evrópukeppnin í knattspyrnu 2020

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Evrópukeppnin í knattspyrnu 2020 er keppni sem var fyrirhuguð árið 2020 og átti að fara fram í 12 borgum í 12 löndum Evrópu frá 12. júní til 12. júlí. Vegna kórónaveirufaraldurs, óvissu vegna þróunarinnar tengd henni og frestun deilda innan landa var ákveðið að fresta keppninni til 2021.

Keppnin á að vera haldin víðs vegar í álfunni til að halda upp á 60 ára afmæli keppninnar. Portúgal er ríkjandi meistari. Myndbandsdómgæsla verður notuð í fyrsta sinn í evrópukeppni. 20 lið komast á mótið úr undankeppninni en 4 lið fara í umspil, þar á meðal Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Lið sem komin eru áfram eru Belgía, Ítalía, Rússland, Úkraína, Pólland, England, Spánn, Frakkland, Tyrkland, Tékkland, Svíþjóð, Króatía, Austurríki, Portúgal, Sviss, Þýskaland, Holland, Danmörk, Svíþjóð Finnland

Meðal leikvanga eru: Stadio Olimpico í Róm, Wembley í London, Parken í Kaupmannahöfn, Hampden Park í Glasgow, Allianz Arena í München, Puskas Arena í Búdapest, Friends Arena í Stokkhólmi, Johan Cruyff Arena í Amsterdam, Aviva Stadium í Dublin, Krestovsky Stadium í St. Pétursborg og Olympic Stadium í Baku.