Fara í innihald

César Azpilicueta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
César Azpilicueta.

César Azpilicueta (fæddur árið 1989 í Pamplona, Navarra,) er spænskur knattspyrnumaður og bakvörður sem spilar Atletico Madrid. Áður spilaði hann fyrir Chelsea F.C. 2012-2023. Þar áður var hann með Osasuna á Spáni og Marseille í Frakklandi.

Azpilicueta hefur spilað með spænska landsliðinu síðan 2012. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á EM 2020 með skalla.