Nellikubyltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nellikkubyltingin átti sér stað í Portúgal þann 25. apríl 1974 þegar Portúgalar steyptu herforingjastjórn landsins af stóli, en hún hafði haldið völdum í landinu frá árinu 1926. Byltingin var án blóðsúthellinga, þökk sé portúgölskum hermönnum sem óhlýðnuðust þeim fyrirmælum herforingjastjórnarinnar að skjóta á uppreisnarmenn. Byltingin dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að portúgalskur almenningur þakkaði hermönnum óhlýðnina með því að stinga nellikum í byssuhlaup þeirra.