Fara í innihald

Dulnefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dulnefni (stundum nefnt gervinafn og í vissum tilfellum skáldanafn, höfundarnafn eða listamannsnafn) er felunafn, oft nafn sem rithöfundur eða annar listamaður tekur sér og notar við verk sín til að dyljast eða skera sig úr fjöldanum.

Dæmi um dulnefni

[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi um skálda- og listamannsnöfn

[breyta | breyta frumkóða]
  • Guðrún frá Lundi - skáldanafn Guðrúnar Baldvinu Árnadóttur.
  • Eminem - listamannsnafn Marshall Bruce Mathers þriðja.
  • Erró - listamannsnafn Guðmundar Guðmundssonar.
  • Mark Twain - skáldanafn Samuel Langhorne Clemens. Mark Twain þýðir „merki tvö“.
  • Stendhal - skáldanafn Marie-Henri Beyle.
  • John Denver - listamannsnafn Henry John Deutschendorf Jr.