Tímabilið sem fornfræðin fjallar um nær í grófum dráttum frá um 2000 f.Kr. er hópar grískumælandi fólks streymdu inn í Grikkland, til loka fornaldar um 500 e.Kr. eftir hrun Vestrómverska ríkisins. Fornfræðingar vinna náið saman með fornleifafræðingum einkum í rannsóknum á elsta tímabilinu en einnig á síðari hlutum tímabilsins.
Klassísk fornöld er hugtak sem er notað um grísk-rómverskan tíma, þ.e. fornaldarsöguGrikklands og Rómaveldis. Í sögu Grikklands er sá tími oftast miðaður við árið 776 f.Kr. þegar ólympíuleikarnir voru fyrst haldnir, enda þótt til séu töluvert eldri ritaðar heimildir á grísku. Í sögu Rómar er miðað við hefðbundið ártal fyrir stofnun borgarinnar 753 f.Kr., þrátt fyrir að ritaðar heimildir á latínu séu nokkuð yngri.
Enda þótt deilt sé um hvenær fornöld eigi að teljast lokið er oftast miðað við fall Vestrómverska ríkisins en þá er venjan að miða við árið 476. Í sögu Austrómverska ríkisins mætti ef til vill miða endalok fornaldar við árið 640 en þá féll Alexandría í hendur Aröbum.
Hugtakið klassískur tími er notað bæði um sögu Grikklands og Rómaveldis og vísar þá til þess tíma í klassískri fornöld sem talinn er vera blómatími þessara svæða. Í sögu Grikklands er 5. og 4. öld f.Kr. kallaðar klassískur tími en tímabilið þar á undan kallast snemmgrískur tími; oftast er upphaf klassíska tímans í Grikklandi miðað við Persastríðin, annaðhvort orrustuna við Maraþon eða endalok styrjaldarinnar eftir orrustuna við Plataju, en endalok hans miðast við upphaf hellenísks tíma, sem hófst árið 323 f.Kr. þegar Alexander mikli lést. Í sögu Rómar er klassískur tími venjulega talinn sá tími þegar skrifuð var svonefnd gullaldarlatína. Sá tími er talinn vara frá 80 f.Kr. til 14 e.Kr.
Klassísk textafræði: Segja má að textafræði sé rannsókn á textum í víðum skilningi: Uppruna þeirra, miðlun þeirra, merkingu þeirra og samhengi.
Textarýni: Viðleitnin til þess að finna „réttan“ texta eða komast að minnsta kosti eins nærri upphaflegum texta og mögulegt er með samanburði á handritum og með hliðsjón af því hvernig textunum var miðlað.
Bókmenntasaga: Lýsir innra samhengi og þróun í sögu klassískra bókmennta.
Bókmenntarýni: Rannsókn á, umfjöllun um, mat og túlkun á bókmenntum sem bókmenntum, oft með hliðsjón af svonefndri bókmenntakenningu, sem er hálf-heimspekileg umfjöllun um aðferðir og markmið bókmenntarýninnar.
Fornaldarheimspeki: Sem fræðigrein er fornaldarheimspeki sameiginlegt sérsvið innan fornfræði og heimspeki. Hún fjallar um heimspeki fornaldar, einkum gríska og rómverska heimspeki og arfleifð hennar í nútímaheimspeki og hugmyndasögu.
Fornaldarsaga: Gagnrýnið mat á ritaðar heimildir jafnt sem áþreifanlegar leifar klassískrar fornaldar í þeim tilgangi að geta greint frá almennri þróun og tiltekinni atburðarás í sögu fornaldar.
Fornleifafræði: Leitin að og rannsókn á varðveittum efnislegum leifum fornaldar.
Listasaga: Rannsókn á varðveittum listaverkum fornaldar.
...Pólýkleitos, sem var einn markverðasti listamaður klassíska tímans, sérhæfði sig í gerð bronsmynda?
...Aristófanesi frá Býzantíon er eignuð uppfinning ákvæðismerkja sem notuð eru í grísku til að gefa til kynna framburð?
...í riti CicerosUm skyldur er sett fram gagnrýni á einvaldinn Júlíus Caesar, sem þá hafði nýlega verið ráðinn af dögum?
...orrustan við Agrigentum (Sikiley 261 f.Kr.) var fyrsta skipulagða orrustan í fyrsta púnverska stríðinu og fyrsta stóra orrustan milli Karþagómanna og Rómverja?
...rómverski keisarinn Dómitíanus þótti grimmur og haldinn ofsóknaræði og er af þeim sökum stundum talinn til hinna svonefndu brjáluðu keisara?
...eitt elsta og mikilvægasta rit um bókmenntarýni í fornöld er gamanleikur Aristófanesar Froskarnir?
...Mormó er gyðja í grískri goðafræði og var sögð bíta óþæg börn?
...Michael Ventris var enskur arkitekt og sjálfmenntaður fornfræðingur sem, ásamt fornfræðingnum John Chadwick, réð línuletur B á árunum 1951-1953?
Ágústus keisari gerði Ovidius útlægan frá Róm árið8 e.Kr. Ástæðurnar eru ókunnar en Ovidius vísar einungis til þeirra með orðunum carmen et error þ.e. kvæði og mistök. Ekki er vitað hvaða kvæði hann átti við eða í hverju mistökin áttu að hafa falist en fræðimenn telja að kvæðið kunni að vera Ars Amatoria eða Listin að elska en þar kennir skáldið hvernig menn – og konur – skuli bera sig að í ástum. Kennslan þykir fremur frjálslynd og var ekki í takt við siðbótina sem Ágústus vildi innleiða í Róm.