Díonýsíos Þrax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Díonýsíos Þrax eða Díonýsíos Þrakverji (Διονύσιος ὁ Θρᾷξ) (170-90 f.Kr.) var forngrískur[1] málfræðingur sem bjó og starfaði í Alexandríu í Egyptalandi og síðar á Ródos.

Fyrsta varðveitta ritið um gríska málfræði Málfræðin (Tékhnē grammatiké) er eignað honum.[2] Ritið fjallar einkum um beygingarfræði en skortir umfjöllun um setningafræði. Díonýsíos skilgreinir málfræði í upphafi bókar sinnar sem „hagnýta þekkingu á almennri málnotkun skálda og rithöfunda“.

Ritið var þýtt á armenísku og sýrlensku á 1. og 2. öld.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Dionysius Thrax“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. febrúar 2007.
  • Benedetto, V. Di, „At the Origins of Greek Grammar“, Glotta 68 (1990): 19-39.
  • Lallot, J, La grammaire de Denys le Thrace (CNRS Editions, 1998).
  • Robins, R.H. A Short History of Linguistics (Indiana University Press, 1967).
  • Škiljan, Dubravko (2000). „The Amnesic Syndromes of Structuralism“. Í Tomić, Olga Mišeska; Radovanović, Milorad (ritstjórar). History and Perspectives of Language Study: Papers in Honor of Ranko Bugarski. John Benjamins Publishing. bls. 85–99. ISBN 978-9-027-23692-0.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dionysius Thrax | Greek grammarian“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 20. ágúst 2021.
  2. Škiljan 2000, bls. 91.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.