Gátt:Finnland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Map of Finland with provinces.png
Coat of arms of Finland 3d.svg
Tervetuloa Suomen tasavallan portaaliin!
Velkomin á Finnlandsgáttina


Finnskugáttin · Finnland · Finnska · Helsinki · Hin finnska Wikipedia


HelsinkiPanorama rocco.jpg

Finnland (finnska: Suomi, Suomen tasavalta, sænska: Republiken Finland) er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar. Finnland er stundum nefnt Þúsundvatnalandið.
Finnland er í Evrópusambandinu og er eina Norðurlandaþjóðin sem að hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil.

Höfuðborg Finnlands heitir á finnsku Helsinki og sænsku Helsingfors og er einnig stærsta borg landsins. Aðrir stærstu bæir í stærðarröð eru eftirfarandi: Espoo (sænska: Esbo), Tampere (s. Tammerfors), Vantaa (s. Vanda), Turku (s. Åbo) og Oulu (s. Uleåborg). Espoo og Vantaa ásamt Helsinki mynda höfuðborgarsvæðið.

Lestu meira

Valin grein
Turku á finnsku, Åbo á sænsku sem samsvarar Árbæ á íslensku) er elsta og fimmta stærsta borg Finnlands, en þar búa 174.824 manns (miðað við árið 2004). Borgin stendur við mynni árinnar Aura í suðvesturhluta Finnlands og er hún miðpunktur þriðja stærsta þéttbýlissvæðis landsins, þar sem búa um 300.000 manns. Í Turku hafa um 8% íbúanna sænsku að móðurmáli. Finnska orðið fyrir íbúa Turku er turkulaiset (eintala: turkulainen). Vegna staðsetningarinnar er höfnin í Turku ein sú umferðarmesta í Finnlandi.
Lestu meira

Valin mynd

Helsinki Cathedral in July 2004.jpg

Helsingin tuomiokirkko í Helsinki

Kalevala ljóð vikunnar

Önnur rún

Nousi siitä Väinämöinen jalan kahen kankahalle

saarehen selällisehen, manterehen puuttomahan.

Viipyi siitä vuotta monta, aina eellehen eleli
saaressa sanattomassa, manteressa puuttomassa.

Arvelee, ajattelevi, pitkin päätänsä pitävi:
kenpä maita kylvämähän, toukoja tihittämähän?

Pellervoinen, pellon poika, Sampsa poika pikkarainen,
sep' on maita kylvämähän, toukoja tihittämähän!

Halonen Vainamoinen.jpg

Vissir þu að...

Finnska tungumálið


Greinar sem tengjast Finnlandi
Saga Fólk Menning og tónlist Flokkar