Þúkýdídes
Þúkýdídes (gríska: Θουκυδίδης (umritað Thoukudídēs)) (uppi um 460/455 – 400 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari sem ritaði um sögu Pelópsskagastríðsins. Þúkýdídes ritaði á attísku sem var sú mállýska sem töluð var í Aþenu þaðan sem Þúkýdídes var. Þúkýdídes þykir fágaður höfundur og var grískur stíll hans talinn til fyrirmyndar þegar í fornöld. Hann þykir einnig vera einn áreiðanlegasti sagnaritari fornaldar.[1]
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Þúkýdídes hefur að líkindum verið menntaður af fræðurum. Þeir voru farandkennarar í Grikklandi til forna sem kenndu margvísleg efni, svo sem mælskufræði, heimspeki og stjörnufræði.
Persónuleiki
[breyta | breyta frumkóða]Þúkýdídes var sagður vera þurr á manninn, snauður af kímnigáfu og svartsýnn. Vitað er að hann dáðist mjög að Períklesi og því valdi sem hann hafði yfir borgarbúum en líkaði illa við lýðskrumara þá sem fylgdu Períklesi.
Tilvitnanir
[breyta | breyta frumkóða]- „Þeir sterku gera það sem þeir geta og hinir þola það sem þeir þurfa.“
- „Það er almenn regla um mannlegt eðli að fólk lítur niður á þá sem gera vel við það en líta upp til þeirra sem fallast ekki á neinar málamiðlanir.“
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?“. Vísindavefurinn 9.3.2011. http://visindavefur.is/?id=58563. (Skoðað 9.3.2011).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Thucydides“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. nóvember 2005.
- Connor, W. Robert, Thucydides (Princeton: Princeton University Press, 1984).
- Dewald, Carolyn, Thucydides' War Narrative: A Structural Study (Berkeley: University of California Press, 2005).
- Finley, John H., Thucydides (Ann Arbor: The University of Michigan Press, 1963).
- Guðmundur J. Guðmundsson, „Grísk sagnaritun frá Hekateosi til Pólýbíosar“ hjá Sigurði A. Magnússyni, Kristjáni Árnasyni og Ástráði Eysteinssyni (ritstj.), Grikkland ár og síð (Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991).
- Hornblower, Simon (ritstj.), Greek Historiography (Oxford: Clarendon Press, 1994).
- Hornblower, Simon, Thucydides 2, útg. (London: Duckworth, 1994).
- Kagan, Donald, Thucydides: The Reinvention of History (New York: Viking, 2009).
- Luce, T.J., The Greek Historians (London: Routledge, 1997).
- Marincola, John (ritstj.), A Companion to Greek and Roman Historiography (Oxford: Blackwell, 2007).
- Pitcher, Luke, Writing Ancient History: An Introduction to Classical Historiography (London: I.B. Tauris, 2009).
- Zagorin, Perez, Thucydides: An Introduction for the Common Reader (Princeton: Princeton University Press, 2005).
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Þúkídídes Aþeningur“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1982
- „Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?“. Vísindavefurinn.