Galenos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Galenos

Claudius Galenos (september 129216) var forngrískur læknir, rithöfundur og heimspekingur frá borginni Pergamon. Kenningar hans voru ríkjandi í læknisfræði í rúmlega 1400 ár en Galenos er ásamt Hippókratesi talinn merkasti læknir fornaldar.

28 ára að aldri varð hann skurðlæknir í skóla skylmingaþræla. Hann notaði aðferðir Hippókratesar og annarra grískra lækna á sama tíma. Hann læknaði skylmingarþrælana, með því að nota andstæður veikinda þeirra. Ef einhver var til dæmis með kulda, þá notaði hann hita á móti.

Nokkrum árum síðar varð hann læknir keisaranna Marcusar Aureliusar og Commodusar í Róm. Róm var á þeim tíma höfuðstaður lækninga og mikið af rannsóknum hans voru framkvæmdar þar. Hann var ekki í neinum hópi heimspekinga eða lækna og rannsakaði bæði sínar eigin kenningar jafnt og annarra. Þetta leiddi þó jafnframt til deilna frá þessum sömu hópum í hans garð, þar sem þeir töldu að hann væri sjálfumglöð persóna. Þó var Galenos mikill aðdáandi Hippókratesar og Platons og einnig Aristótelesar.

Hann skar upp og gerði rannsóknir á dýrum. Í raun, þá var kirkjunni á þeim tíma mjög illa við að skera upp menn og slíkt tíðkaðist ekki. Þar sem rannsóknir hans byggðust aðeins á dýrum, kom síðar í ljós að kenningar hans áttu ekki alltaf við mannslíkamann. Engu síður voru kenningar hans við lýði í rúm 1.400 ár og var ekki umbylt fyrr en á endurreisnartímanum. Út frá rannsóknum sínum skrifaði hann alfræðibók í læknisfræði.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?“. Vísindavefurinn.
  • Claudius Galen Geymt 2 október 2010 í Wayback Machine University of Dayton Skoðað 22. nóvember, 2010
  • Claudius Galen History learning Site Skoðað 22. nóvember, 2010
  • Galen Skoðað 22. nóvember, 2010
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.