Fara í innihald

Gátt:Raunvísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velkomin á raunvísindagáttina!


Gáttinni er í senn ætlað að vera eins konar forsíða að efni um raun- og náttúruvísindi á Wikipediu og um leið vettvangur samstarfs um vísindalegt efni í alfræðiritinu.
stærðfræðieðlisfræðiefnafræðilíffræðierfðafræðigrasafræðidýrafræðivistfræðilandfræðijarðvísindistjarnvísindiverkfræðilæknisfræði


Valin grein

Orka er grundvallarstærð sem að hvert eðlisfræðilegt kerfi hefur að geyma. Orka er skilgreind sem magn vinnu sem þarf til að breyta ástandi eðlisfræðilegs kerfis. Til dæmis tekur það W = ½mv² vinnu til að hraða byssukúlu frá núll hraða í hraða v — og er því stærðin ½mv² kölluð hreyfiorka byssukúlunnar. Önnur dæmi eru raforkan sem geymd er í rafhlöðu, efnaorka sem er í matarbita, hitaorka vatnshitara, og stöðuorka upphækkaðs vatns á bak við stíflu.

Hægt er auðveldlega að breyta orku úr einni mynd yfir í aðra; sem dæmi, ef rafhlaða er notuð til að knýja rafmagnshitara, er efnaorku breytt í raforku, sem að svo er aftur breytt í hitaorku. Eða, með því að láta upphækkað vatn renna niður á við, er stöðuorku vatns breytt í hreyfiorku hreyfils, sem að svo breytist í raforku með hjálp rafals. Lögmálið um orkugeymd segir til um að í lokuðu kerfi haldist heildarmagn orku kerfisins, sem samsvarar samanlögðum orkuhlutum þess, fast. Þetta lögmál kemur út af hliðrunarsamhverfu tímans, sem merkir að eðlisfræðileg ferli eru óháð byrjunartíma.


Vissir þú?

Vissir þú

...að pýþagórísk þrennd er hverjar þær þrjár heiltölur sem geta verið hliðarlengdir í rétthyrndum þríhyrningi? Minnsta slík þrennd er (3,4,5), en óendanlega margar eru til.
...að Merkúríus (Merkúr) er næstminnsta reikistjarnan og sú sem næst er sólinni?
...að snjór er úrkoma vatns í formi kristallaðs íss, sem samsett er úr miklum fjölda óreglulegra korna, sem nefnast snjókorn?
...að frumutala mjólkur getur verið mælikvarði á júgurheilbrigði hjá kúm?
...að ljóstvistar sem gefa innrautt ljós eru notaðir m.a. í fjarstýringum?
...að Öræfajökull (sjá mynd) hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma?
...að í taugavísindum skoða menn byggingu taugakerfisins, virkni þess og þroska?
...að Dyrhólaey er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
...að maurar eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur?
...að grösum er skipt í puntgrös, axpuntgrös og axgrös eftir því hvernig smáöxin sitja á stráinu?
...að Deildartunguhver í Reykholtsdal (sjá mynd) er vatnsmesti hver Evrópu?
...að eitrunaráhrif kolmónoxíðs stafa af því að það binst hemóglóbíni í blóði og kemur þannig í veg fyrir upptöku súrefnis?
...að geislaálag er mælt í sívertum?
...að teljanlegt mengi er í stærðfræði mengi sem er annað hvort teljanlegt eða teljanlega óendanlegt?
...að náttúrulegar, heilar, ræðar, óræðar, raun- og tvinntölur eru allt talnamengi í stærðfræði?
...að algildi er í stærðfræði fjarlægð tölu frá tölunni núll á rauntölulínunni?

Gæða- og úrvalsgreinar


Verkefni
Hvað þarf að gera?
Stubbar


Óskrifaðar greinar