Heimspeki síðfornaldar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[edit]
Saga vestrænnar heimspeki
Fornaldarheimspeki
Forverar Sókratesar
Klassísk heimspeki
Hellenísk heimspeki
Rómversk heimspeki
Heimspeki síðfornaldar
Miðaldaheimspeki
Skólaspeki
Heimspeki endurreisnartímans
Heimspeki 15. aldar
Heimspeki 16. aldar
Nýaldarheimspeki
Heimspeki 17. aldar
Heimspeki 18. aldar
Heimspeki 19. aldar
Heimspeki 20. aldar
Rökgreiningarheimspeki
Meginlandsheimspeki
Heimspeki samtímans

Heimspeki síðfornaldar er það tímabil nefnt í fornaldarheimspeki sem nær frá lokum hellenískrar heimspeki til loka fornaldar. Bæði viðmiðunarmörkin eru á reiki.

Í þrengri skilningi lýkur hellenískri heimspeki þegar helleníska tímanum lýkur en seinni mörk hans miðast oftast við árið 31 f.Kr. eða árið 27 f.Kr. Þá er ýmist sagt að heimspeki síðfornaldar hefjist en stundum er einnig sagt að þá taki við tími rómverskrar heimspeki. Aftur á móti er hellenísk heimspeki stundum talin ná einnig yfir rómverska heimspeki og vara út 2. öld e.Kr. Þá er upphaf heimspeki síðfornaldar talið vera um árið 200 e.Kr. Hér verður notast við þau viðmið.

Efri mörk heimspeki síðfornaldar miðast við upphaf miðaldaheimspeki. Oftast er sagt að miðaldir hefjist árið 476 e.Kr. við táknrænt fall Vestrómverska ríkisins. Aftur á móti er stundum sagt að miðaldir hefjist mun fyrr eða árið 312 e.Kr. þegar Konstantín mikli keisari í Rómaveldi tók kristni.[1] Heimspekingar eins og Ágústínus kirkjufaðir og Boethius teljast ýmist fyrstu miðaldaheimspekingarnir (einkum vegna kennivalds þeirra og mikilvægis á miðöldum) en oftast síðustu heimspekingar fornaldar. Því má segja að heimspeki síðfornaldar (og þar með heimspeki fornaldar ljúki um árið 500 e.Kr.

Allt frá því snemma á hellenískum tíma til loka 2. aldar hafði stóuspeki verið vinsælasta og ein mikilvægasta heimspekistefnan. Stóuspeki naut áfram vinsælda í síðfornöld en eigi að síður tók svonefndur nýplatonismi við af henni sem leiðandi stefna í heimspeki.[2] Aristótelísk heimspeki, pýþagórismi, epikúrismi og efahyggja voru enn til sem heimspekistefnur en flestir mikilvægustu heimspekingar síðfornaldar voru þó nýplatonistar. Aristótelismi hafði að vísu meiri áhrif á nýplatonismann en hann hafði áður haft á platonisma.

Helstu hugsuðir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjá David Luscombe, Medieval Thought (Oxford: Oxford University Press, 1997): 2.
  2. Hugtakið „nýplatonismi“ var raunar ekki til í fornöld. Sjálfir kölluðu nýplatonistarnir sig bara platonista.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]