Myrku aldirnar í sögu Grikklands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Myrku saldirnar í sögu Grikklands (um 1100 f.Kr.750 f.Kr.) er tímabil í sögu Grikklands frá innrás Dóra og endalokum Mýkenumenningarinnar á 11. öld f.Kr. fram að tilkomu grískra borgríkja borgríkja á 9. öld f.Kr. og tilurð Hómerskviða og annarra af elstu bókmenntum Grikkja á 8. öld f.Kr.

Fornleifafræðin sýnir að á þessum tíma féllu siðmenningarsamfélög við austanvert Miðjarðarhaf. Hallirnar miklu og borgir Mýkenumenningarinnar voru lagðar í rúst. Menning Hittíta féll. Borgir voru lagðar í eyði frá Tróju til Gaza. Grikkir hættu að skrifa á grísku en þeir höfðu áður skrifað grísku með línuletri B. Leirker frá þessum tíma eru einfaldari en leirker frá Mýkenutímanum og skortir myndskreytingar sem áður voru.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.