Fara í innihald

Parmenídes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Parmenídes
Nafn: Parmenídes
Fæddur: um 515 f.Kr.
Látinn: eftir 450 f.Kr.
Skóli/hefð: Eleuskólinn
Helstu ritverk: Um náttúruna
Helstu viðfangsefni: frumspeki
Markverðar hugmyndir: veran: allt er eitt, hreyfing og breyting eru blekking
Áhrifavaldar: Pýþagóras, Xenofanes, Herakleitos
Hafði áhrif á: Zenon frá Eleu, Melissos, Empedókles, Anaxagóras, Demókrítos, Platon, Aristóteles, Karl Popper
Þessi grein fjallar um heimspekinginn frá Eleu. Um samræðu Platons, sjá Parmenídes.

Parmenídes frá Eleu (forngríska: Παρμενίδης ὁ Ἐλεάτης, f. um 515 f.Kr., d. eftir 450 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur. Hann var frá borginni Eleu á Suður-Ítalíu. Fylgjendur Parmenídesar voru Zenon frá Eleu og Melissos frá Samos.

Parmenídes færði rök fyrir því að heimurinn sem menn skynja sé blekking. Raunveruleikinn er samkvæmt Parmenídesi heimur Verunnar, óforgengileg, óbreytanleg heild. Flestir grískir heimspekingar eftir daga Parmenídesar reyndu með einhverjum hætti að bregðast við eða koma til móts við rök Parmenídesar og afleiðingar þeirra, þ.á m. Empedókles, Anaxagóras og Demókrítos.

Um náttúruna

[breyta | breyta frumkóða]

Parmenídes var einn af mikilvægustu heimspekingunum meðal forvera Sókratesar. Eina verk hans var kvæði ort undir sexliðahætti sem nefndist Um náttúruna. Kvæðið skiptist í þrjá hluta:

  • Formáli, sem var inngangur að öllu kvæðinu,
  • Vegur sannleikans
  • Vegur sýndarinnar

Um það bil 150 línur eru varðveittar, þar af eru 107 línur úr Vegi sannleikans, sem virðist virðist vera varðveittur nánast í heilu lagi. Talið er að Vegur sýndarinnar hafi verið jafnlangur Vegi sannleikans. Í kvæðinu fær skáldið opinberun frá gyðju (sem er venjulega talin vera Persefóna) um eðli raunveruleikans.

Frekara lesefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Gallop David (ritstj.), Parmenides of Elea: Fragments. A Text and Translation with an Introduction (University of Toronto Press, 1991).

Fræðileg umfjöllun

[breyta | breyta frumkóða]
  • Austin, Scott, Parmenides: Being, Bounds and Logic (Yale University Press, 1986).
  • Barnes, Jonathan, The Presocratic Philosophers (Routledge and Kegan Paul, 1978).
  • Burnet John, Early Greek Philosophy (Kessinger Publishing, 2003).
  • Cornford, F.M., Before and After Socrates (Cambridge University Press, 1932).
  • Coxon, A.H., The Fragments of Parmenides (Van Gorcum, 1986).
  • Curd, Patricia, The Legacy of Parmenides (Princeton University Press, 1998).
  • Guthrie W.K.C., A History of Greek Philosophy – The Presocratic tradition from Parmenides to Democritus (Cambridge University Press, 1979).
  • Kirk G.S., Raven J.E. og Schofield M., The Presocratic Philosophers (Cambridge University Press, 1983).
  • Popper, Karl R., The World of Parmenides (Routledge, 1998).


Forverar Sókratesar
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.