Þeófrastos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Historia plantarum, 1549

Þeófrastos (forngrísku Θεόφραστος, fæddur Týrtamos, 370 — um 285 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og vísindamaður frá Eressos á eynni Lesbos. Hann var nemandi Aristótelesar og eftirmaður hans í skólanum Lýkeion í Aþenu. Allt sem vitað er um ævi Þeófrastosar byggir á ævisögu hans sem rituð er af Díogenesi Laertíosi tæplega fimm hundruð árum eftir andlát Þeófrastosar.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.