Rómversk heimspeki
Rómversk heimspeki er tvírætt hugtak. Það vísar annars vegar til þeirrar heimspeki sem var stundum af Rómverjum en segja má að saga rómverskrar heimspeki hefjist um miðja 2. öld f.Kr. Í þessum skilningi er oft miðað við þá höfunda sem skrifuðu á latínu.[1] Hins vegar er stundum talað um rómverska heimspeki sem það tímabil í sögu fornaldarheimspeki sem tekur við af hellenískri heimspeki. Tímabili hellenískrar heimspeki er yfirleitt talið ljúka árið 31 f.Kr. eða 27 f.Kr.,[2] þ.e. allnokkru eftir að Rómverjar höfðu kynnst heimspeki. Þegar litið er á rómverska heimspeki sem tímabil er það gjarnan látið ná út 2. öld en þá er sagt að heimspeki síðfornaldar hefjist.
Rómversk heimspeki var alla tíð undir miklum áhrifum frá grískri heimspeki, ekki síst hellenískri heimspeki; svo mjög að segja má að rómversk heimspeki hafi verið flutt inn frá Grikklandi og hafi ávallt verið grísk heimspeki í rómverskum búningi.[3]
Helstu heimspekingar
[breyta | breyta frumkóða]Rómverskir höfundar
[breyta | breyta frumkóða]Grískir höfundar
[breyta | breyta frumkóða]Höfundar sem rituðu á grísku:
Helstu heimspekistefnur
[breyta | breyta frumkóða]Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þannig teljast höfundar sem rituðu á grísku ekki til rómverskra heimspekinga enda þótt þeir hafi búið innan Rómaveldis, t.d. Markús Árelíus og Sextos Empeirikos.
- ↑ Árið 31 f.Kr. var orrustan við Actíum háð en árið 27 f.Kr. veitti öldungaráð Rómar Octavíanusi titilinn Ágústus. Bæði ártölin hafa verið talin marka upphaf keisaratímans í Róm.
- ↑ Geir Þ. Þórarinsson, „Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?“[óvirkur tengill]. Vísindavefurinn 8.11.2005. (Skoðað 11.12.2006).
Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Morford, Mark, The Roman Philosophers: From the time of Cato the Censor to the death of Marcus Aurelius (Routledge, 2002).
- Long, A.A., From Epicurus to Epictetus: Studies in Hellnistic and Roman Philosophy (Oxford University Press, 2006).
- Powell, J.G.F. (ritstj.), Cicero the Philosopher (Clarendon Press, 1995).
- Rutherford, R.B., The Meditations of Marcus Aurelius: A Study (Clarendn Press, 1989).