Gátt:Líftækni
Tenglar í allt um líftækni
Líftækni er tækni sem notast við lífverur eða hluta þeirra til að framleiða afurðir eða til að hraða eða breyta náttúrlegum ferlum. Líftækni snýst því um hagnýtingu líffræðilegrar og lífefnafræðilegrar þekkingar, gjarnan til framleiðslu lyfja, matvæla eða annarra afurða, en einnig til úrlausna annars konar tæknilegra verkefna, til dæmis við niðurbrot á úrgangi eða hreinsun umhverfismengunar. Líftækni hefur í raun verið stunduð um árþúsund, eða allt frá því í árdaga landbúnaðarbyltingarinnar, þó svo hugtakið sem slíkt sé að miklum mun yngra. Öll gerjuð matvæli, svo sem brauð, vín, bjór, osta og ýmislegt fleira má telja til líftækniafurða, enda er framleiðsla þeirra háð aðkomu gerjandi örvera á borð við gersveppi eða bakteríur. Mikinn fjölda annarra iðnaðarafurða má þó telja til líftækniafurða, og má þar nefna ýmis ensím, vítamín, lyf og fleiri efni til heimilis- eða iðnaðarnota sem framleidd eru með aðstoð lífvera í rækt. Á síðari árum hafa erfðatækni, lífgagnatækni og fleiri greinar sameindalíffræðanna verið hagnýtt í auknum mæli við slíka framleiðslu. Lestu meira
|
Hvað þarf að gera?
|
Valdir stubbar sem þarf að lengja:
|
Finnland · Fornfræði · Heimspeki · Japan · Landafræði · Líftækni · Raunvísindi · Stærðfræði · Tölvuleikir