Þörungar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Nærmynd af rauðþörungnum Laurencia sp.

Þörungar er samheiti yfir gróður sjávar. Þörungum má skipta í tvo hópa, annars vegar plöntusvif og hins vegar botnþörunga. Plöntusvif er örsmár svifgróður sem berst með straumum í yfirborðslögum sjávar, en botnþörungar vaxa á botninum eins og nafnið gefur til kynna. Þörungar nýta ljósorku sólarinnar til að byggja upp lífræn efni úr ólífrænum og byggir allt líf í sjónum tilveru sína beint eða óbeint á þessari framleiðslu þeirra. Megnið af framleiðslunni kemur frá plöntusvifinu í efstu lögum sjávar, en botnþörungarnir taka einnig þátt í nýmyndun lífrænna efna. Þörungarnir nýta birtuna við yfirborðið, þeir nýta áburðarefni eða næringarsölt sem berast upp í yfirborðslögin og eru auk þess háðir straumum og uppblöndun eða stöðugleika sjávar. Þeir eru því mjög háðir umhverfisaðstæðum í hafinu.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur Karvel Pálsson (1998). Sjávarnytjar við Ísland. Reykjavík: Mál og menning.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.