Fara í innihald

Efnaverkfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnaverkfræði er ein af undirgreinum verkfræðinnar og má segja að hún sé hagnýta hliðin á efnafræðinni. Efnaverkfræði fæst m.a. við rannsóknir og þróun á smíði og framleiðslu nýrra efna og efnasambanda.

Efnaverkfræði snýst að stærstu leyti um aðferðir á framleiðslu kemískra efna fyrir notkun í stórum mæli í iðnaði og gera það á sem hagstæðastan máta. Í því felast ýmsir tæknilegir ferlar eins og skiljun efna, efnahvörf og varma- og massaflutningar.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.