PubMed

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki PubMed.

PubMed er opinn og gjaldfrjáls gagnagrunnur sem leita má í og skoða í gegnum veraldarvefinn. Í honum á finna rúmlega 20 milljónum heimilda frá gagnagrunni MEDLINE. Nálgast má ritrýndar vísindagreinar og bækur á sviði lífvísinda, læknisfræði og skyldra greina. Gagnagrunninum er haldið við af Miðstöð lífupplýsinga við heilbrigðisvísindastofnun Bandaríkjanna (National Center for Biotechnology Information (NCBI), National Institutes of Health (NIH)).

Í grunninum má leita með lykilorðum en einnig með þrengri skilyrðum um höfunda, tímarit, árabil og fleira.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]